
Hagnaður verkfræðifyrirtækisins Eflu meira en tvöfaldaðist á milli ára og nam 853 milljónum króna í fyrra.
Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Efla hagnaðist um 853 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 349 milljón króna hagnað árið áður. Velta samstæðunnar nam tæpum 9 milljörðum króna í fyrra og jókst um fjórðung á milli ára.
Efla keypti á síðasta ári meirihluta hlutafjár í franska verkfræðifyrirtækinu Hecla SAS. Efla hefur undanfarin ár unnið að ýmsum langtíma þróunarverkefnum. Í skýrslu stjórnar segir að ef þau verkefni raungerist gæti það haft umtalsverð jákvæð áhrif á rekstur félagsins til lengri tíma litið.

Stjórn félagsins leggur til að allt að 680 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á árinu 2023 vegna síðasta árs. Í lok árs 2022 voru 138 hluthafar í félaginu.
Heimild: Vb.is