Home Fréttir Í fréttum New York sekkur: Skýjakljúfarnir of þungir

New York sekkur: Skýjakljúfarnir of þungir

228
0
Mynd: EPA – EPA-EFE

Jarðfræðingar segja að þungir skýjakljúfar í New York séu að sökkva borginni í sæ. Borgin er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart flóðum og öðrum náttúruhamförum.

<>

Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiða í ljós að yfir ein milljón bygginga sem eru 800 milljónir tonna að þyngd valda því að borgin sekkur hægt og bítandi.

Tom Parsons, jarðfræðingurinn sem stýrði rannsókninni, segir í viðtali við New York Post að New York-borg sé að sökkva um einn til tvo millimetra á ári hverju, og sums staðar mun hraðar.

Getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í ljósi þess að hallinn setur borgina í viðkvæma stöðu gagnvart náttúruhamförum.

Flóðahætta mikil í New York

Neðri hluti Manhattan er þá sérstaklega í hættu og uppi eru áhyggjur af Brooklyn og Queens. Þessara áhrifa fór að gæta fyrir meira en áratug síðan. Árið 2012 olli fellibylurinn Sandy því að sjór fór inn í borgina, og stórrigningar vegna fellibyljarins Idu árið 2021 urðu þess valdandi að mikið álag varð á holræsakerfin.

Parsons segir að New York sé í þriðja sæti á lista yfir innviði sem eru í mestri flóðahættu á heimsvísu. Þá séu margar byggingar sem reistar voru eftir eyðilegginguna sem fellibylurinn Sandy skildi eftir sig ekki í stakk búnar til að verjast flóðahættu.

Heimild: Ruv.is