Home Fréttir Í fréttum Fimm hugmyndir um Keldnaland fá 7,7 milljónir

Fimm hugmyndir um Keldnaland fá 7,7 milljónir

174
0
Fimm verkefni um uppbyggingu Keldnalands hafa verið valin. Gervihnattamynd/Google

Fimm til­lög­ur um upp­bygg­ingu og þróun Keldna­lands hafa nú verið vald­ar til þess að þróa hug­mynd sína áfram. Alls bár­ust 36 til­lög­ur í fyrsta þrepi keppn­inn­ar, sem er alþjóðleg og mun öðru þrepi ljúka þann 18. ág­úst næst­kom­andi. Dóm­nefnd kom sam­an til þess að velja til­lög­urn­ar fimm 8. til 10. maí síðastliðinn.

<>

Hug­mynd­irn­ar fimm hljóta hver um sig fimm­tíu þúsund evr­ur eða rúm­ar 7,7 millj­ón­ir króna til þess að þróa hug­mynd­ir sín­ar áfram. Gert er ráð fyr­ir að niðurstaða liggi fyr­ir í sept­em­ber.

„[…]teymi fá greidd­ar 50.000 evr­ur til að setja fram áhuga­verða og raun­sæja hug­mynd að nýju þétt­byggðu, fjöl­breyttu og kol­efn­is­hlut­lausu hverfi, sem verður vel tengt inn­an borg­ar­inn­ar og á höfuðborg­ar­svæðinu öllu,“ seg­ir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Heimild: Mbl.is