
Alls eru rúmlega 26 þúsund fullbúnar íbúðir á landinu í eigu lögaðila eða 17,1% af heildarfjölda íbúða. Einstaklingar eiga ríflega 126 þúsund íbúðir á landinu öllu.
Í Reykjavík eru samtals 9.966 fullbúnar íbúðir í eigu lögaðila sem eiga þrjár eignir eða fleiri. Flestar þeirra, eða 1.548 íbúðir, eru í póstnúmeri 105 og 1.330 í póstnúmeri 101.
Þessar upplýsingar koma fram í svörum innviðaráðherra við fyrirspurn frá Hönnu Katrínu Friðriksson, alþingismanni Viðreisnar, sem dreift hefur verið á Alþingi.
Heimild: Mbl.is