Home Fréttir Í fréttum Fyllt upp í holuna vegna niðurskurðar

Fyllt upp í holuna vegna niðurskurðar

164
0
Selirnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum munu þurfa að bíða í óákveðinn tíma eftir nýrri og bættri laug. ValgardurGislason

Fram­kvæmd­um við stækk­un sela­laug­ar í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum sem hóf­ust haustið 2022 hef­ur verið frestað um óákveðinn tíma. Deild­ar­stjóri garðsins seg­ir málið baga­legt en ákvörðunin sé hluti af niður­skurðaraðgerðum borg­ar­inn­ar.

<>

Reykja­vík­ur­borg hef­ur ráðist í marg­vís­leg­ar hagræðing­araðgerðir til að sporna við bágri fjár­hags­stöðu en meðal þeirra eru lok­un borg­ar­skjalsafns og skert­ir af­greiðslu­tím­ar sund­lauga á frí­dög­um.

Fram­kvæmd­um átti að ljúka í fyrra
Fyr­ir­ætlan­ir um nýja sela­laug voru kynnt­ar í maí 2022 og yf­ir­lýst mark­mið henn­ar var að bæta vel­ferð sel­anna og auka það dýpi sem þeir gætu kafað á.

Áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir því að þjón­ustu­hús yrði reist sem átti að vera búið nauðsyn­legri inniaðstöðu til al­mennr­ar um­hirðu og aðhlynn­ing­ar dýra. Stór­ir glugg­ar yrðu neðan vatns­borðs sem myndu gefa gest­um tæki­færi til að sjá sel­ina með nýj­um hætti.

Gert var ráð fyr­ir því að fram­kvæmd­ir myndu hefjast um mitt síðasta ár og að þær myndu klár­ast und­ir lok þess, eða í nóv­em­ber.

Skiltið sem blas­ir við gest­um ná­lægt sela­laug­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyllt upp í grafna holu
Þorkell Heiðars­son, deild­ar­stjóri Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðsins, seg­ist litl­ar upp­lýs­ing­ar hafa um málið í sam­tali við mbl.is. Hon­um þykir málið baga­legt og seg­ir að nú verði aft­ur fyllt upp í þá holu sem hafði verið graf­in upp til að vinna jarðvinnu fyr­ir stærri laug.

Gest­um garðsins er greint frá frest­un­inni á plöstuðu blaði dag­sett 9. maí þar sem gert var ráð fyr­ir laug­inni. Á því seg­ir að unnið verði að því að koma fram­kvæmda­svæðinu í samt horf í þess­um mánuði.

Heimild: Mbl.is