Home Fréttir Í fréttum Óttast hrun úr illa förnu þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

Óttast hrun úr illa förnu þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

125
0
Mikil tæring er í þakjárni Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði. RÚV – Rúnar Snær Reynisson

Þak Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði er kolryðgað og götótt þannig að rignir inn í húsið. Bæjarfulltrúi vill að burðarþolið verði skoðað og hvort loka þurfi húsinu við vissar aðstæður.

<>

Fjarðabyggðarhöllin er stærsta íþróttamannvirki á Austurlandi og var byggð fyrir aðeins 15 árum. Á ekki lengri tíma hefur þakið látið mjög á sjá. Einhverra hluta vegna tærist járnið hratt upp og ryðgar á mun skemmri tíma en búst var við.

Svo virðist sem járnið þoli ekki aðstæður í Reyðarfirði en mögulega er spennu í járninu um að kenna. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi er einn þeirra sem senda börnin sín á æfingar í höllinni.

„Eins og þakið blasir við okkur núna þá efast ég um að styrkurinn í því sé nægjanlegur gagnvart þeim snjóþunga sem getur safnast hérna á veturna. Þannig að það er atriði sem þarf að skoða nánar.

Hvort við getum einfaldlega leyft þessu að halda áfram að skemmast með þessum hætti. Það eru komin göt í þakið og það er einfaldlega að ryðga í sundur,“ segir Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.

Heimild: Ruv.is