Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði kom útkallið um klukkan 19:30 í gærkvöldi.
Í tilkynningu frá lögreglu, sem send var á fjöldmiðla í morgun, segir að maðurinn hafi verið með minniháttar áverka eftir fallið og verið fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Í hverfisgrúppu Langholtshverfis á Facebook kemur fram að grunnurinn hafi verið óvarinn við Arkarvog, þar sem viðkomandi hafi fallið niður.
Heimild: Visir.is