Home Fréttir Í fréttum Ekki sést til iðnaðarmanna í marga mánuði

Ekki sést til iðnaðarmanna í marga mánuði

176
0
Mynd úr heimilisfræðistofu. Ljósmynd/Aðsend

Starfs­fólk Laug­ar­nesskóla krefst úr­bóta á starfsaðstæðum sín­um og nem­enda Laug­ar­nesskóla, í opnu bréfi til Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra.

<>

Í bréf­inu kem­ur fram að í mörg ár hafi nem­end­ur og starfs­fólk skól­ans unnið í heilsu­spill­andi starfs­um­hverfi vegna myglu, raka­skemmda og leka. Ítrekað hafi þurft að skipta um stof­ur meðan plástrað er yfir myglu og raka­skemmd­ir og starfs­fólk hrökklast úr starfi vegna veik­inda.

Ekki hef­ur verið hægt að kenna í hluta heim­il­is­fræðistofu skól­ans vegna viðhalds­fram­kvæmda frá því í haust. Þess­um fram­kvæmd­um er enn ekki lokið, en ekki hef­ur sést til iðnaðarmanna í marga mánuði. Heill ár­gang­ur skól­ans hef­ur verið í skrif­stofu­hús­næði Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands á Laug­ar­dals­velli frá því haustið 2022, en til stóð að koma fær­an­leg­um kennslu­stof­um fyr­ir á lóð skól­ans, nú ber­ast frétt­ir af því að þær verði ekki sett­ar upp sök­um kostnaðar.

Starfs­fólk seg­ir Reykja­vík­ur­borg vel kunn­ugt um stöðuna. Ítrekað hafi verið óskað eft­ir úr­bót­um en glugg­ar skól­ans hafa lekið frá ár­inu 1997. Á sama tíma er skól­inn löngu sprung­inn og nem­end­um fjölg­ar hratt. Spár Reykja­vík­ur­borg­ar um nem­enda­fjölda og áform um upp­bygg­ingu í hverf­inu, benda til þess að nem­end­um fari ekki fækk­andi á svæðinu og því nauðsyn­legt að grípa til aðgerða.

Sjái sóma sinn í að út­vega nem­end­um hús­næði við hæfi

Bréfið í heild sinni er svohljóðandi:

Opið bréf til Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra,

Við und­ir­rituð krefj­umst úr­bóta á starfsaðstæðum okk­ar og nem­enda Laug­ar­nesskóla.

Í of mörg ár hafa nem­end­ur og starfs­fólk Laug­ar­nesskóla unnið í heilsu­spill­andi starfs­um­hverfi vegna myglu, raka­skemmda og leka. Einnig höf­um við ít­rekað þurft að skipta um stof­ur meðan plástrað er yfir myglu og raka­skemmd­ir. Starfs­fólk hef­ur hrökklast úr starfi vegna veik­inda tengd­um myglu og hörm­um við það.

Frá því í haust hef­ur ekki verið hægt að kenna í hluta heim­il­is­fræðistof­unn­ar vegna viðhalds­fram­kvæmda. Þess­um fram­kvæmd­um er enn ekki lokið og hafa iðnaðar­menn ekki sést í marga mánuði. Á meðfylgj­andi mynd má sjá hvernig heim­il­is­fræðistof­an lít­ur út. Sjón er sögu rík­ari. Árið 1997 var skipt um glugga í skól­an­um en þeir hafa lekið alla tíð síðan. Á ár­un­um 2004 – 2006 var húsið steinað en þrátt fyr­ir það finnst mik­il mygla í út­veggj­um Laug­ar­nesskóla sem rekja má til þess að glugg­ar voru ekki lag­færðir. Við erum því í sömu stöðu og við vor­um í fyr­ir nokkuð mörg­um árum og sí­fellt fleira starfs­fólk finn­ur fyr­ir ein­kenn­um myglu.

Skóla­yf­ir­völd hafa ít­rekað óskað eft­ir úr­bót­um við Reykja­vík­ur­borg sem er vel kunn­ugt um stöðuna.

Laug­ar­nesskóli er löngu sprung­inn og nem­end­um hef­ur fjölgað hratt und­an­far­in ár. Spár Reykja­vík­ur­borg­ar um nem­enda­fjölda og áform um upp­bygg­ingu í hverf­inu benda einnig til þess. Skort­ur á kennslu­stof­um og pláss­leysi í öðrum rým­um, s.s. sér­greina­stof­um, íþróttaaðstöðu, mötu­neyti, eld­húsi og vinnuaðstöðu er því ekki tíma­bundið vanda­mál.

Það er öll­um ljóst að gera þarf ráðstaf­an­ir til að koma allri kennslu fyr­ir á skóla­lóðinni fyr­ir haustið 2023. Þess­ar ráðstaf­an­ir eru ekki tíma­bund­in lausn til eins árs held­ur hús­næði sem skól­inn mun nýta næstu árin meðan beðið er eft­ir viðbygg­ingu. Fyr­ir­hugaðri viðbygg­ingu við skól­ann hef­ur ít­rekað verið frestað og höf­um við tvisvar gert þarfagrein­ingu á hús­næðinu. Því hef­ur verið haldið fram að erfitt sé að byggja við skól­ann vegna friðunar húss­ins og pláss­leys­is á skóla­lóðinni. Við vilj­um benda á að hægt er að byggja t.d. þar sem frí­stunda­heim­ilið Laug­ar­sel og önn­ur skúraþyrp­ing er staðsett í dag.

Haustið 2022 var heill ár­gang­ur flutt­ur í skrif­stofu­hús­næði Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands á Laug­ar­dals­velli. Til stóð að kennsla færi þar fram meðan tveim­ur fær­an­leg­um kennslu­stof­um yrði komið fyr­ir á lóðinni. Skólastarf átti upp­haf­lega að hefjast í þess­um fær­an­legu stof­um í októ­ber 2022. Þeim fram­kvæmd­um var hins veg­ar frestað, fyrst fram í des­em­ber 2022, þá fram á vor 2023 og loks til hausts­ins 2023. Nú höf­um við fengið þær frétt­ir að þetta kennslu­rými verði ekki sett upp á lóðinni sök­um kostnaðar. Við för­um fram á að þessi ákvörðun verði end­ur­skoðuð.

Það er löngu tíma­bært að borg­ar­yf­ir­völd sjái sóma sinn í að út­vega nem­end­um Laug­ar­nesskóla hús­næði við hæfi. Með því að flytja heilu ár­gang­ana af skóla­lóðinni og þjappa bekkj­um sam­an eru yf­ir­völd svo sann­ar­lega ekki að velja það sem barn­inu er fyr­ir bestu. Við krefj­umst þess að viðgerð á skól­an­um verði sett í al­gjör­an for­gang og að starf­semi skól­ans verði tryggt bráðabirgða hús­næði á skóla­lóðinni fyr­ir næsta haust svo að skólastarf verði fyr­ir sem minnstri rösk­un meðan á viðgerðum stend­ur.

Höf­und­ar eru starfs­menn Laug­ar­nesskóla.

Bréfið er sent fyr­ir hönd starfs­fólks Laug­ar­nesskóla.

Ágústa Jóns­dótt­ir
Dóra Marteins­dótt­ir
Jakobína Krist­ín Arn­ljóts­dótt­ir
Rúna Björg Garðars­dótt­ir
Svan­hvít Sveins­dótt­ir
Vign­ir Ljósálf­ur Jóns­son

Heimild: Mbl.is