Home Fréttir Í fréttum Stórhýsi Ólafs Ragnars

Stórhýsi Ólafs Ragnars

290
0
Drög að Norðurslóð, sem er í hægra horninu niðri, við hlið Öskju, sem er dökka húsið fyrir miðju. Teikning/ASK arkitektar/deiliskipulag

Deili­skipu­lag fyr­ir Norður­slóð, hús Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar í Vatns­mýri, hef­ur verið kynnt en rætt er um að bygg­ing­in verði 20 til 30 þúsund fer­metr­ar.

<>

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur kynnti verk­efnið á fundi í Ráðhús­inu.

Áætlað er að bygg­ing­in verði 20 til 30 þúsund fer­metr­ar. Teikn­ing/​Hring­borð Norður­slóða/​Rizma Feros

„Við samþykkt­um í skipu­lags­ráði á miðviku­dag [í síðustu viku] að aug­lýsa deili­skipu­lag fyr­ir Norður­slóð, nýja stofn­un um norður­slóðir sem Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hef­ur for­ystu um að fjár­magna og leiða fram,“ sagði Dag­ur m.a.

Bygg­ing­in heit­ir á ensku The Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son Centre, eða The Gríms­son Centre, en miðað við að fer­metr­inn kosti 700 þúsund mun kosta 14 til 21 millj­arð króna að reisa svona hús í Vatns­mýri.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is