
Deiliskipulag fyrir Norðurslóð, hús Ólafs Ragnars Grímssonar í Vatnsmýri, hefur verið kynnt en rætt er um að byggingin verði 20 til 30 þúsund fermetrar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti verkefnið á fundi í Ráðhúsinu.

„Við samþykktum í skipulagsráði á miðvikudag [í síðustu viku] að auglýsa deiliskipulag fyrir Norðurslóð, nýja stofnun um norðurslóðir sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur forystu um að fjármagna og leiða fram,“ sagði Dagur m.a.
Byggingin heitir á ensku The Ólafur Ragnar Grímsson Centre, eða The Grímsson Centre, en miðað við að fermetrinn kosti 700 þúsund mun kosta 14 til 21 milljarð króna að reisa svona hús í Vatnsmýri.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is