Home Fréttir Í fréttum Hvetur til myndatöku fyrir sprengingarnar

Hvetur til myndatöku fyrir sprengingarnar

159
0
Niðurrif á Heklureit eru í fullum gangi. Árni Sæberg

Sprengju­stjóri verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Borg­ar­virki hvet­ur hús- og fyr­ir­tækja­eig­end­ur nærri Heklureit til þess að taka mynd­ir af hús­næði sínu áður en fyr­ir­hugaðar spreng­ing­ar á reitn­um hefjast.

<>

Þetta kem­ur fram í bréfi und­ir­ritað af Magnúsi Hjálm­ars­syni, spreng­i­stjóra Borg­ar­virk­is ehf, sem sent hef­ur verið til nær­liggj­andi íbúa og fyr­ir­tækja á Lauga­vegi, Tún­um að hluta, Skip­holti og Braut­ar­holti.

Til stend­ur að hefja spreng­ing­ar í maí og er áætlað að þær muni standa fram í ág­úst á Lauga­vegi 168-174 sem gjarn­an hef­ur verið nefnd­ur Heklureit­ur.

Bréf hef­ur verið sent til þeirra sem eiga aðset­ur nærri Heklureit.

Sprengt fram í ág­úst

Í bréfi til nær­liggj­andi hús­eig­enda seg­ir meðal ann­ars að komið verði upp titr­ings­mæl­um til að at­huga það hvort titr­ing­ur verði í sam­ræmi við reglu­gerðir.

Í bréf­inu seg­ir spreng­inga­tíma­bilið verði fram í ág­úst en ekki verði sprengt á öll­um dög­um og ekki á rauðum dög­um. Þrjú stutt hljóðmerki munu ber­ast mín­útu áður en
„hleypt verður af skot­inu“ eins og seg­ir í bréf­inu. Því fylg­ir svo eitt langt hljóðmerki eft­ir að spreng­ingu lýk­ur.

Þá eru þeir sem vilja mynd­ir af hús­næði sem þeir eiga eða hafa umráða hvatt­ir til að hafa sam­band við Borg­ar­virki ehf áður en spren­ing­ar hefjast ef þeir vilja láta skoða eða mynda eign­ina. Þá er þeim sömu bent á að hafa sam­band við fyr­ir­tækið ef þeir telja hús þeirra hafa orðið fyr­ir skemmd­um af völd­um titr­ings frá spreng­ing­un­um.

Hekla var um ára­bil með aðset­ur á Lauga­vegi.

Heimild: Mbl.is