Home Fréttir Í fréttum Þjóðvegurinn út úr þorpinu

Þjóðvegurinn út úr þorpinu

112
0
Nýtt vegstæði er á bökkum Eyjafjarðarár. Þetta verður öðrum þræði varnarveggur milli árinnar og Hrafnagilshverfs. Nú færist umferðin út úr hverfinu, sem var og er helsti tilgangurinn með þessum framkvæmdum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Fram­kvæmd­in er mik­il­væg og mun auka um­ferðarör­yggi hér í byggðinni stór­lega,“ seg­ir Finn­ur Yngvi Krist­ins­son, sveit­ar­stjóri í Eyja­fjarðarsveit.

<>

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við vega­gerð þar sem Eyja­fjarðarbraut vestri sunn­an við Ak­ur­eyri er færð.

Veg­ur­inn þar ligg­ur nú í gegn­um þorpið í Hrafnagils­hverfi, þar sem íbúðabyggð er vest­an veg­ar en grunn­skól­inn aust­an­meg­in. Slíku fylgdi hætta fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur og því þrýsti sveit­ar­stjórn á um breyt­ing­ar, eins og Vega­gerðin svaraði.

Fram­kvæmd­in sem hér er til umræðu felst í ný­bygg­ingu veg­ar á bökk­um Eyja­fjarðarár, allt að 3,6 km kafla. Einnig eru nýj­ar heim­reiðar að bæj­um út­bún­ar og fleira sem fylg­ir.

Mikl­ir efn­is­flutn­ing­ar fylgja þessu verk­efni, sem verk­taka­fyr­ir­tækið G.V. gröf­ur á Ak­ur­eyri hef­ur með hönd­um. Til­boð þess í verkið var 374 millj. kr. sem var ¾ af kostnaðaráætl­un. Fram­kvæmd­ir hóf­ust í fyrra, eru á áætl­un og lýk­ur að ári.

Heimild: Mbl.is