Home Fréttir Í fréttum Leggja til hömlur á notkun reiðufjár

Leggja til hömlur á notkun reiðufjár

126
0
Mynd: mbl.is/Golli

Setja þarf höml­ur á notk­un reiðufjár í viðskipt­um í at­vinnu­rekstri og inn­leiða að fullu áhættumiðað eft­ir­lit í virðis­auka­skatti. Þetta er meðal fjöl­margra til­lagna til úr­bóta sem fram koma í skýrslu starfs­hóps sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra skipaði um aðgerðir til að sporna við mis­notk­un skatt­kerf­is­ins m.a. með út­gáfu til­hæfu­lausra sölu­reikn­inga.

<>

Var það sam­dóma álit viðmæl­enda sem starfs­hóp­ur­inn leitaði til að í mál­um tengd­um út­gáfu til­hæfu­lausra sölu­reikn­inga og reiðufé hafi um­fang til­hæfu­lausra reikn­inga verið tölu­vert og varði mikla fjár­muni.

„Þá er ým­is­legt sem bend­ir til þess að þau mál sem tengj­ast út­gáfu til­hæfu­lausra reikn­inga og ratað hafa inn á borð rann­sókna­deild­ar Skatts­ins séu aðeins topp­ur­inn á ís­jak­an­um,“ seg­ir í skýrsl­unni. Aðal­ein­kenni þess­ara mála eru út­tekt­ir í reiðufé í kjöl­far greiðslna frá meint­um kaup­end­um á sölu­reikn­ing­um þar sem slóð fjár­mun­anna hverf­ur.

Birt­ar eru upp­lýs­ing­ar frá rann­sókna­deild Skatts­ins um fjölda mála af þess­um toga. „Sam­kvæmt þeim voru stofnuð 132 mál í fram­haldi af til­kynn­ing­um frá SFL [skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu] á tíma­bil­inu frá janú­ar 2020 til og með sept­em­ber 2022.

Þar af eru 51 mál eða 39% af mál­um tengd út­gáfu til­hæfu­lausra reikn­inga og reiðufjárút­tekt­um. Þá var 135 mál­um vísað til rann­sókna­deild­ar frá öðrum sviðum Skatts­ins á ár­un­um 2020 og 2021, þar af voru 65 eða um 48% mál­anna vegna gruns um út­gáfu til­hæfu­lausra reikn­inga og reiðufjárút­tekt­ir.“

Heimild: Mbl.is