Home Fréttir Í fréttum Kalda­lón kaupir Borgar­tún 32 á 4,8 milljarða

Kalda­lón kaupir Borgar­tún 32 á 4,8 milljarða

222
0
Hótels Cabin rúmar 257 herbergi auk veitingasals og stoðrýma. Ljósmynd: Aðsend mynd

Kaldalón kaupir fasteignina Borgartún 32, sem hýsir Hótel Cabin, á 4,8 milljarða króna.

<>

Fasteignafélagið Kaldalón hefur náð samkomulagi um kaup á fasteigninni Borgartún 32 í heild sinni fyrir 4.810 milljónir króna sem greiðist að fullu með reiðufé. Dótturfélag Kaldalóns kaupir fasteignina af Borgartúni ehf., sem er í eigu Vigdísar Þórarinsdóttur.

Fasteignin hýsir rekstur Hótels Cabin sem rúmar 257 herbergi auk veitingasals og stoðrýma. Í gildi er langtímaleigusamningur við rekstraraðila Hótel Cabin. Gert er ráð fyrir að fasteignin verði afhent í maí 2023, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns aukist um 337 milljónir króna á ársgrundvelli vegna ofangreindra viðskipta. Samkomulagið er háð fyrirvörum, m.a. ástands- og áreiðanleikakönnun.

Úr fjárfestakynningu Kaldalóns sem birt var 3. mars síðastliðinn.

Kaldalón á fyrir nokkrar hóteleignir. Fasteignafélagið, sem er skráð á First North-markaðinn, festi kaup á fasteignum sem hýsa hótelin Storm, Sand Hotel og Room with a View að hluta árið 2021.

Heimild: Vb.is