Home Fréttir Í fréttum Seltún lokar vegna framkvæmda

Seltún lokar vegna framkvæmda

74
0
Seltún í Krýsuvík verður lokað frá 2. maí til 6. júní.

Sel­tún í Krýsu­vík mun vera lokað út maí­mánuð vegna fram­kvæmda. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

<>

Áform eru um að skipta um göngupall í Sel­túni í næsta mánuði en pall­ur­inn er eina ör­ugga aðkom­an að svæðinu. Svæðið verður þess vegna lokað frá 2. maí til 6. júní. Svæðið er virkt sprengigíga- og bor­holu­svæði og því afar vin­sæll ferðamannastaður en virkni á svæðinu kall­ar á að oft þurfi að gera við göngu­leiðir.

Jafn­framt er áætlað að bera í mal­ar­stíga á svæðinu. Þetta verk­efni er unnið með styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða en hug­mynd­ir eru uppi hjá Hafn­ar­fjarðarbæ um frek­ari upp­bygg­ingu aðstöðu á svæðinu á næstu árum.

Heimild: Mbl.is