Home Fréttir Í fréttum Kostnaður rúmir 2,2 milljarðar

Kostnaður rúmir 2,2 milljarðar

193
0
Viðgerðir og endurbætur hafa staðið yfir í mörg ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður vegna fram­kvæmda, viðhalds og end­ur­bóta á Foss­vogs­skóla frá ár­inu 2018 nem­ur rúm­lega 2,2 millj­örðum króna. Þetta kem­ur fram í svari eigna­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

<>

Á fundi borg­ar­ráðs þann 26. janú­ar 2023 var lögð fram svohljóðandi fyr­ir­spurn borg­ar­ráðsfull­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins:

„Óskað er upp­lýs­inga um sam­an­lagðan kostnað við fram­kvæmd­ir, viðhald og end­ur­bæt­ur á Foss­vogs­skóla síðustu ár vegna vanda­mála tengd­um raka, myglu og sam­bæri­legu. Jafn­framt er óskað upp­lýs­inga um áætlaðan kostnað við fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir fram und­an.“

Svar eigna­skrif­stofu fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs borg­ar­inn­ar var lagt fram á fundi borg­ar­ráðs á fimmtu­dag­inn. Þar kem­ur fram að heild­ar­kostnaður frá ár­inu 2018 er krón­ur 2.229.381.926.

Þessi kostnaður tek­ur til end­ur­bóta, viðhalds, búnaðar, ráðgjaf­ar og leigu. Helstu kostnaðarliðir eru sem hér seg­ir: End­ur­bæt­ur: krón­ur 1.778.775.038. Búnaður: krón­ur 61.331.041. Ráðgjöf: krón­ur 282.781.730. Leiga hús­næðis utan skóla: krón­ur 106.494.117.

Þá kem­ur fram í svar­inu að til skoðunar sé að byggja við skól­ann. Hönn­un­ar­vinna er í gangi en kostnaður ligg­ur ekki fyr­ir. Gert er ráð fyr­ir að öðrum end­ur­bót­um á skól­an­um ljúki í ár og hönn­un og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir viðbygg­ingu haldi áfram.

Áætlaður kostnaður á ár­inu 2023 er 500 millj­ón­ir sam­kvæmt fjár­fest­ingaráætl­un.

Heimild: Mbl.is