Home Í fréttum Niðurstöður útboða Lægsta tilboð 91% af kostnaðaráætlun

Lægsta tilboð 91% af kostnaðaráætlun

600
0
Kostnaðaráætlun ÞG Verk í uppsteypu á tveggja hæða bílakjallara nýs Landspítala hljóðar upp á rúman 1,4 milljarð króna. Er það 91% af kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætl­un ÞG Verk í upp­steypu á tveggja hæða bíla­kjall­ara nýs Land­spít­ala hljóðar upp á rúm­an 1,4 millj­arð króna. Er það 91% af kostnaðaráætl­un.

<>

Í dag voru opnuð til­boð í upp­steypu tveggja hæða bíla­kjall­ara und­ir Sól­eyj­ar­torgi ásamt tengigöng­um sunn­an Land­spít­ala. Verkið er liður í upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut.

Alls bár­ust til­boð frá tveim­ur verk­tök­um en Eykt bauð rúm­lega 2,1 millj­arð í verkið sem er 140% af kostnaðaráætl­un.

Bíla­kjall­ar­inn verður staðsett­ur milli meðferðar­kjarna og fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar dag-, göngu- og legu­deild­ar Land­spít­al­ans aust­an við torgið, sem er sunn­an meg­in við Gamla Land­spít­al­ann.

Bíla­kjall­ar­inn verður á tveim­ur hæðum og verða þar um 180 bíla­stæði fyr­ir þá sem eru að sækja þjón­ustu eða að koma í heim­sókn­ir. Heild­ar­flat­ar­mál bygg­ing­anna er áætlað 7.500 m2. Um var að ræða opið útboð.

Heimild: Mbl.is