Home Fréttir Í fréttum Hagnast um 860 milljónir

Hagnast um 860 milljónir

407
0
Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri Stekks og stjórnarformaður Límtrés Vírnets. Ljósmynd: Aðsend mynd

Tekjur Límtrés Vírnets jukust um 40% á milli áranna 2022 og 2021 og námu 5,5 milljörðum króna á síðasta ári.

<>

Methagnaður var á rekstri íslenska iðnfyrirtækisins Límtrés Vírnets á síðasta ári, en hagnaðurinn nam 862 milljónum króna.

Til samanburðar nam hagnaður félagsins 547 milljónum króna árið áður. Límtré Vírnet selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað og sérhæfir sig í framleiðslu á stál- og álklæðningum, límtré og yleiningum úr íslenskri steinull.

Velta samstæðunnar nam rúmum 5,5 milljörðum króna og jókst um 40% á milli ára. Hækkunina má rekja í fyrsta lagi til verðhækkana, en hrávöruverð tók miklum hækkunum á árinu, og í öðru lagi vegna aukinna umsvifa á íslenskum byggingamarkaði.

Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða 400 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu 2023 vegna síðasta árs.

Fjárfestingafélagið Stekkur á 80% hlut í félaginu, en eigandi Stekks er Kristinn Aðalsteinsson. Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri Stekks og stjórnarformaður Límtrés Vírnets. Þá er Stefán Árni Einarsson forstjóri félagsins.

Mynd: Vb.is

Heimild: Vb.is