Home Fréttir Í fréttum Malbikað fyrir einn og hálfan milljarð í Reykjavík í sumar

Malbikað fyrir einn og hálfan milljarð í Reykjavík í sumar

189
0
Mynd/Róbert Reynisson

Malbikað verður fyrir alls fyrir 1.540 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað að þeim ljúki í september 2023. Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum í gær.

<>

Götur og/eða götukaflar í forgangi 2023 eru:

Bústaðavegur rampi að Varmahlíð, Barónsstígur (Bergþórugata-Eiríksgata), Eggertsgata (Torfhildargata-Njarðargata), Einarsnes (Bauganes-Skeljanes), Grettisgata (Rauðarárstígur-Snorrabraut), HáahlíðHoltsgata (Bræðraborgarstígur-Vesturvallagata), Hverfisgata (Barónstígur-Snorrabraut), Langahlíð austur (Flókagata-Háteigsvegur), Laugavegur (Snorrabraut-Barónstígur), Laugavegur (Vitastígur-Frakkastígur), Laugavegur norður (Þverholt -Katrínartún), Litlahlíð vestur (Bústaðavegur-Eskitorg).

Miðtún (Nóatún-Katrínartún), Naustin (Tryggvagata-Hafnarstræti), Njarðargata (Hringbraut-Sóleyjargata), Skálholtsstígur (Þingholtsstræti-Fríkirkjuvegur), Snorrabraut austur (Karlagata-Laugarvegur), Snorrabraut austur (Burknagata-Egilsgata), Sæmundargata til Háskóla Íslands (Sæmundargata-Háskóli Íslands), Tjarnargata (Hringbraut-Skothúsvegur), Túngata (Hrannarstígur-Bræðraborgarstígur), Vatnsmýrarvegur (Gamla Hringbraut-Umferðarmiðstöð), Vesturgata (Ægisgata-Garðastræti), Vonarstræti (Lækjargata-Templarasund), Ægisgata (Mýrargata-Vesturgata).

Austurgerði (Sogavegur-Austurgerði nr. 11), Bústaðavegur (Ásgarður-Sogavegur), Byggðarendi (Sogavegur-Byggðarendi nr. 23), EfstalandFaxafen (Fákafen-Faxagata nr.11), Háagerði (Sogavegur-Háagerði nr. 41), Háaleitisbraut suður (Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut nr. 20), Hvassaleiti 61-99, Jaðarleiti (Efstaleiti – inn í enda), Kleppsvegur nr. 2-50, Langagerði nr. 50-70, Langagerði nr. 72-92, Rauðalækur (Bugðulækur-Dalbraut), Skeiðarvogur (Sæbraut-Njörvasund), Skeiðarvogur (Suðurlandsbraut-Miklabraut), Suðurlandsbraut (Skeiðarvogur-Langholtsvegur), Suðurlandsbraut norður (Kringlumýrarbraut-Reykjavegur), Suðurlandsbraut suður (Hallarmúli-Vegmúli), Sundlaugavegur (Gullteigur-Dalbraut-hringtorg), Súðarvogur ( Súðarvogur nr. 14-34).

Árkvörn (Strengur-Ártúnsskóla), Ásasel (Seljaskógar-Akrasel), Bugða (Mánatorg-Goðatorg), Bugða hringtorgið Goðatorg, Bugða (Kambavað-Búðatorg), Bæjarháls (Tunguháls-tengigata við Hádegismóa), Bæjarháls hringtorg við Hádegismóa / Selásbraut, Drafnarfell (Norðurfell-Drafnarfell nr. 2-4), Engjasel (Seljabraut-Engjasel nr. 63), Flúðasel (Seljabraut-Fífusel).

Giljasel (Giljasel nr. 2 – inn í enda), Hálsasel (Grófarsel-Hnjúkasel), Hestháls strætógata frá Vesturlandsvegi, Hólmasel (Rangársel-Holtasel), Iðufell nr. 14, Kaldasel nr. 16-26, Laxakvísl nr. 1-37, Laxakvísl nr. 2-16, Lyngháls (Hálsabraut-Stuðlaháls), Mánatorg við Norðlingavað, Norðlingavað (Mánatorg-Vesturlandsvegur), Seiðakvísl nr. 1-21, Seiðakvísl nr. 26-36, Stekkjarbakki vestur hringtorg við Álfabakka, Strengur (Sílakvísl-Laxakvísl), Stuðlasel nr. 32-46, Suðurhólar (Vesturhólar-Austurberg), Suðurhólar (Hólaberg-Trönuhólar), Viðarás nr. 81-89, ÞingaselÞverás aðalgata (hringur), Þverás nr. 43-49, Þverás nr. 19-31.

Borgavegur/Móavegur tengivegur, Borgavegur (Sóleyjarrimi-Spöng), Borgavegur Smárarimatorg, Breiðavík nr. 2-6, Breiðavík nr. 7-9, Dalhús nr. 65-85, Dvergshöfði (Funahöfði-Smiðshöfði), Fannafold nr. 129-139, Fífurimi (Langirimi-Fífurimi nr. 52 ), Fossaleynir (Egilshöll inn í enda), Fróðengi (Gullengi inn í enda), Gagnvegur (Garðhús-Víkurvegi), Gufunesvegur.

Grasarimi (Langirimi-Fífurimi nr. 32), Gvendargeisli, (Jónsgeisla-Biskupsgata), HaukdælabrautFellsvegur hringtorg við Haukdælabraut, Ljósavík (Hamravík-Ljósavík nr. 56-58),  Lokinhamrar (Gullinbrú-Lokinhamrar hringur), Melavegur (Móavegur-Strandvegur), Mímisbrunnur-Gefjunartorg, Mímisbrunnur (Lambhagavegur-Úlfarstorg), Mosarimi (Langirimi-Mosarimi 21), Mosavegur (Skólavegur-Spöng), Spöngin (Mosavegur-Móavegur), Reynisvatnsvegur (Jónsgeisla -Kapellustígur), Starengi (Mosavegur inn í enda), Strandvegur (Borgavegur-Melavegur), Vallengi (Mosavegur-Vallengi nr. 6), Víkurvegur vestur (Egilshöll-Borgavegur), Víkurvegur hringtorg við Egilshöll, Víkurvegur hringtorg við Vesturlandsveg, VölundarhúsBrautarholtsvegur/Vallargrund tengivegur.

Sá fyrirvari er settur að listi yfir götur getur breyst við frekari ástandsskoðun á vormánuðum. Niðurbrot gatna er mjög háð yrti aðstæðum eins og umferðarþunga og veðurfari.

Greinargerð um viðhaldsþörf

Gerð er grein fyrir stöðu og áætlaðri viðhaldsþörf gatnakerfis í Reykjavík í meðfylgjandi minnisblaði Eflu verkfræðistofu. Þar kemur m.a. fram að áætluð viðhaldsþörf gatna með endurnýjun yfirlaga er um 1.350 m.kr. á ári næstu 5-10 ár. Miðað við reynslu af endingu slitlaga gatna hefur verið áætlað að endurnýja þurfi slitlög á um 6% af götum borgarinnar til að halda gatnakerfinu í ásættanlegu ástandi.

Heimild: Reykjavik.is