Opnun tilboða 28. mars 2023.
Rofvörn í farvegi við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Um er að ræða endurgerð og styrkingu grjótþröskuldar þvert yfir farveg árinnar ofan brúar ásamt endurbótum á rofvörn á árbakka.
Helstu magntölur eru:
- Grjótvörn 1, losun 4.700 m3
- Grjótvörn 1, flokkun 4.700 m3
- Grjótvörn 2, losun 36.000 m3
- Grjótvörn 2, flokkun 36.000 m3
- Grjótvörn 2, ámokstur og flutningur – 12 km 13.600 m3
- Grjótvörn 2, í röðun grjótþröskuld 13.000 m3
- Grjótvörn 2, í röðun Bakkavörn 600 m3
- Grjótvörn 2, ámokstur og flutningur – 4m 1.000 m3 á lager
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2023.