Home Fréttir Í fréttum 24.04.2023 Rimaskóli – Utanhússfrágangur. Áfangi 1-3

24.04.2023 Rimaskóli – Utanhússfrágangur. Áfangi 1-3

261
0
Rimaskóli Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:

<>

Rimaskóli – Utanhússfrágangur. Áfangi 1-3, útboð nr. 15795

Lauslegt yfirlit yfir verkið: 
Um er að ræða niðurrif og endurnýjun utanhúss á 1-3 áfanga Rimaskóla, Rósarima 11, 112 Reykjavík. Skólinn er byggður í áföngum og eru áfangi 1 og 2 kennsluálmur. Áfangi 3 er stjórnunarálma og áfangi 4 sem er sambyggður áfanga 3 er íþróttahús. Áfangi 4 Íþróttahús er undanskilið í þessu verki. Endurnýja skal útveggjaklæðningu sem að hluta til er ímúrklæðning og að hluta til plötuklæðning. Skipta skal um einangrun á útveggjum, þakefni ásamt endurnýjun á gluggum og útihurðum hússins.

Helstu magntölur við niðurrif og endurnýjun:

Útveggjaklæðning:           1.902 m2

Einangrun:                        1.862 m2

Þakjárn:                            1.803 m2

Gluggar og útihurðir:       1.024 m2 (125 stk.)

Kynningarfundur/vettvangsferð:  kl 14:00 4.apríl 2023, við aðalinngang Rimaskóla.

Bjóðendum er bent á að kynna sér útboðsgögnin áður en þeir mæta á fundinn.

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 12:00, mánudaginn 27. mars 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 24. apríl 2023.