Home Fréttir Í fréttum Sprenging í nýbyggingu í Garðabæ

Sprenging í nýbyggingu í Garðabæ

201
0
Aðsend – Þórir Ingi Þorsteinsson

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi sem er í byggingu í Garðabæ, síðdegis í dag. Tveir gaskútar á þaki byggingarinnar sprungu og var nokkur hætta af. Húsið var mannlaust og enginn meiddist.

<>

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að nýbyggingu við Ásabraut í Garðabæ á fimmta tímanum í dag eftir að eldur kom upp í húsinu.

Húsið er hins vegar enn í byggingu og gaskútar voru á þaki hússins. Á myndbandi sem Þórir Ingi Þorsteinsson tók og sendi fréttastofu má sjá sprengingu í einum kútnum sem varð áður en slökkvilið kom á vettvang. Þá lagði þykkan svartan reyk lá frá húsinu um tíma og sást vel úr fjarlægð.

Slökkvilinu hefur tekist að slökkva eldinn og er slökkvistarf á lokametrunum, að sögn Helga Hjörleifssonar aðalvarðstjóra í aðgerðadeild. Helgi segir að nokkrir iðnaðarmenn hafi verið inni í byggingunni þegar eldurinn kom upp, en þeir hafi allir komist út ómeiddir áður en sprengingin kom upp.

Mikil hætta á ferðum

Guðmundur Guðjónsson slökkviliðsmaður á vettvangi segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar, sem voru á þaki hússin, hafi spurngið; annar áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang og hinn í þann mund sem fyrstu menn nálguðust.

Annar kúturinn flaug 30-40 metra af þakinu og endaði við nærliggjandi strætóskýli.

„Það var mikil hætta á ferðum,“ segir Guðmundur. Fyrsta verk slökkviliðsins var að rýma svæði í kringum húsið og nærliggjandi hús enda virðist fólk ekki hafa gert sér grein fyrir sprengihættunni sem var til staðar.

Iðnaðarmenn höfðu verið við vinnu á þaki hússins í dag.
– Ragnar Visage

Heimild: Ruv.is