Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Eðalfang stefnir að mikilli uppbyggingu á Akranesi

Eðalfang stefnir að mikilli uppbyggingu á Akranesi

243
0
Lóðin sem mun fara undir rekstur Norðanfisks ehf. er 25 þúsund fermetrar. Mynd/Akraneskaupstaður

Akra­nes­kaupstaður og Brim­ils­hólmi ehf., eitt dótt­ur­fé­laga Eðal­fangs, und­ir­rituðu ný­verið samn­ing um lóð í græn­um iðngörðum í Flóa­hverfi á Akra­nesi. Með samn­ingn­um trygg­ir Eðal­fang sér aðgang að lóðum sem er yfir 25 þúsund fer­metr­ar að stærð og hef­ur rétt til að byggja um 13 þúsund fer­metra hús­næði á lóðinni, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Akra­nes­kaupstaðar.

<>

Þar seg­ir að lóðin sé staðsett í mat­væla­hluta grænna iðngarða og verður lóðin af­hent Eðal­fangi til upp­bygg­ing­ar á ár­inu 2024.

„Með því að tryggja sér lóð og bygg­inga­rétt í Kelduflóa 2 er fyr­ir­tækj­um Eðal­fangs [gert] mögu­legt að stækka starf­semi sína og ná fram mark­miði sínu um að verða öfl­ug­ir þátt­tak­end­ur í næstu bylgju í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi sem er þegar haf­in. Mik­il tæki­færi eru í auk­inni verðmæta­sköp­un með full­vinnslu afurða á Íslandi til út­flutn­ings í sam­vinnu við eld­is­fyr­ir­tæk­in [og á] sama tíma að halda áfram að starfa sem stærsti dreif­ing­araðili fisk­met­is á inn­an­lands­markaði.

Eðal­fang er með skýra framtíðar­sýn og stefn­ir á að verða leiðandi í full­vinnslu á laxa­af­urðum á Íslandi. Reynsla starfs­fólks og nú­ver­andi eig­enda, gæðavottuð vinnsla og sérstaða Íslands varðandi gæði afurða og lægra kol­efn­is­fót­spors mun nýt­ast vel í þeirri sókn sem fé­lagið und­ir­býr af krafti á er­lenda markaði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Við und­ir­skrift samn­ings um lóð. Aft­ari röð frá vinstri: Val­g­arður Lyng­dal Jóns­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, Inga Ósk Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­maður hjá Eðal­fangi, Ragn­ar B. Sæ­munds­son, bæj­ar­full­trúi, Ein­ar Brands­son, bæj­ar­full­trúi, Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi, Liv Aase Skar­stad, bæj­ar­full­trúi, Líf Lár­us­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og Val­dís Eyj­ólfs­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Akra­nes­kaupstað. Fremri röð frá vinstri: Andri Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður hjá Eðal­fangi og Stein­ar D. Ad­olfs­son, sviðsstjóri hjá Akra­nes­kaupstað Ljós­mynd/​Akra­nes­kaupstaður

Upp­bygg­ing á tveim­ur stöðum

Þá er vak­in at­hygli á að Eðal­fang sam­an­standi af tveim­ur mat­væla­fyr­ir­tækj­um, ann­ars veg­ar Eðal­fiski ehf. í Borg­ar­nesi og hins veg­ar Norðan­fiski ehf. Akra­nesi. Bæði fyr­ir­tæk­in fram­leiða sjáv­ar­fang en hvort á sínu sviði.

Eðal­fisk­ur sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu, sölu og dreif­ingu á úr­vals fersk­um, fryst­um, reykt­um og gröfn­um laxa­af­urðum þar sem stór hluti afurða fyr­ir­tæk­is­ins er seld­ur á er­lend­um mörkuðum.

Lax unn­inn í húsa­kynn­um Eðal­fisks. Ljós­mynd/​Eðal­fisk­ur ehf.

Norðan­fisk­ur ehf. sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu, sölu og dreif­ingu á úr­vals sjáv­ar­fangi til veit­inga- og stór­eld­húsa á inn­an­lands­markaði ásamt sölu neyt­endapakkn­inga í versl­un­um um land allt. Fyr­ir­tæk­in eru með 62 starfs­menn og viðskipta­vini í níu lönd­um. Eðal­fang er einnig móður­fé­lag fast­eigna­fé­lags­ins Brim­ils­hólma ehf.

Stefnt er að því að öll starf­semi Norðan­fisks flytji frá Vest­ur­götu á Akra­nesi í Kelduflóa 2 ásamt því að Eðal­fisk­ur muni fara af stað með nýja starf­semi á lóðinni í sama hús­næði.

Starf­semi Eðal­fisks í Borg­ar­nesi verður áfram á sín­um stað, en þar er unnið að mik­illi upp­bygg­ingu í tengsl­um við full­vinnslu á ís­lensk­um eld­islaxi í sam­starfi við Mar­el og dótt­ur­fé­lag þess Curio.

Mik­il sókn­ar­færi

Andri Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður Eðal­fangs, kveðst hafa mikla trú á sókn­ar­fær­um fé­lags­ins og tel­ur spenn­andi tíma framund­an. „Með stækk­andi starf­semi get­um við fylgt enn frek­ar eft­ir sölu­aukn­ingu og verða öfl­ug­ir þátt­tak­end­ur í næstu bylgju í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi.“

Hann seg­ir skýra stefnu fé­lags­ins að halda starf­sem­inni sem hef­ur byggst upp á Akra­nesi og Borg­ar­nesi áfram á þess­um stöðum. „Það er afar mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að vernda góða ímynd okk­ar gæðavottuðu vinnslu og höf­um við heill­ast af stefnu Akra­nes­kaupstaðar inn­an grænna iðngarða þar sem sam­an fara sjálf­bærni sam­fé­lags­ins, góðir starfs­hætt­ir, um­hverf­is- og lofts­lags­mál með aðlög­un að hringrás­ar­hag­kerf­inu ásamt góðum stjórn­ar­hátt­um,“ seg­ir Andri í til­kynn­ing­unni.

Norðan­fisk­ur fram­leiðir fjöl­breytt úr­val sjáv­ar­fangs fyr­ir ís­lenska neyt­end­ur. LJós­mynd/​Norðan­fisk­ur ehf.

„Það er afar ánægju­legt að stíga stór skref áfram með upp­bygg­ingu mat­væla­hluta Grænna iðngarða í Flóa­hverfi. Metnaður okk­ar er að hér muni starfa fremstu mat­væla­fyr­ir­tæki lands­ins og er mik­ill sig­ur fyr­ir vinnu okk­ar und­an­far­in ár að fá starf­semi fyr­ir­tækja Eðal­fangs á Akra­nes. Hér vilj­um við stuðla að grænni at­vinnu­starf­semi með betri nýt­ingu hrá­efna fyr­ir­tækj­anna sem starfa inn­an græna iðngarðsins og stuðlað er að þau starfi í hringrás fyr­ir hvert annað. Við get­um stuðlað að því að frá byrj­un geti fyr­ir­tæki sem starfa inn­an græna iðngarðsins treyst því að hér sé starf­semi hrein og mengi ekki,“ seg­ir Stein­ar Ad­olfs­son, staðgeng­ill bæj­ar­stjóra.

Heimild: Mbl.is