
„Alverk hefur gengið frá samningi við Miðborg 105 / Íslandssjóði, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F – reit við Kirkjusand í Reykjavík.
Samningurinn er í aðal- og stýriverktöku og er verktími áætlaður tæp 3 ár. Aðalhönnuðir eru Arkís arkitektar, verkfræðihönnun er í höndum Vektor verkfræðistofu og Voltorku með raflagnahönnun. Landslag er með lóðarhönnun og THG ráðgjöf sér um byggingastjórn og verkeftirlit.
Jarðvinna á reitnum er þegar hafin, en samstarf Alverks og Íslandssjóða um þessa uppbyggingu hófst fyrir liðlega ári síðan.
Heimild: Alverk