Home Fréttir Í fréttum Alverk hefur gengið frá samning um byggingu 115 íbúða á Kirkjusandsreit

Alverk hefur gengið frá samning um byggingu 115 íbúða á Kirkjusandsreit

644
0
Á meðf. mynd eru frá vinstri; Gísli Örn Bjarnhéðinsson fjárm.stj. Alverks, Aðalgeir Hólmsteinsson framkv.stj. Alverks, Jónas Þór Jónasson frá Íslandssjóðum og Samúel Guðmundsson byggingastjóri frá THG.“

„Alverk hefur gengið frá samningi við Miðborg 105 / Íslandssjóði, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F – reit við Kirkjusand í Reykjavík.

<>

Samningurinn er í aðal- og stýriverktöku og er verktími áætlaður tæp 3 ár. Aðalhönnuðir eru Arkís arkitektar, verkfræðihönnun er í höndum Vektor verkfræðistofu og Voltorku með raflagnahönnun.  Landslag er með lóðarhönnun og THG ráðgjöf sér um byggingastjórn og verkeftirlit.

Jarðvinna á reitnum er þegar hafin, en samstarf Alverks og Íslandssjóða um þessa uppbyggingu hófst fyrir liðlega ári síðan.

Heimild: Alverk