Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Allt á fullri ferð við uppsteypu meðferðarkjarna

Allt á fullri ferð við uppsteypu meðferðarkjarna

180
0
Mynd: NLSH.is

Góður gangur hefur verið í uppsteypu meðferðarkjarnans og á stöng 1, sem er vestast, er farið að móta fyrir sjöttu og efstu hæðinni. Þrepagangur er í verkinu í austurátt og stangirnar fimm kláraðar hver af annarri.

<>

„Undanfarið hefur verið góður gangur í uppsteypu meðferðarkjarnans og voru fyrstu veggir 6. hæðar í vesturhluta steyptir í febrúar og áætlað að steypa fyrstu þakplötuna í mars.

Mynd: NLSH.is

Helstu verkþættir sem nú eru í vinnslu við uppsteypuna eru við mótauppslátt, járnabendingu, eftirspennu og uppsetningu stálvirkis. Byrjað hefur verið á uppsteypu á öðrum af þremur tengigöngum sunnan meðferðarkjarna og uppsteypa tengiganga norðan meðferðarkjarnans er í fullum gangi, þar sem einnig er verið að fylla að neðri hæð ganganna.

Steypuvinna í bílastæða- og tæknihúsi er hafin, þar sem þrifalagssteypu og framkvæmd bergbolta er lokið,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.

Heimild: NLSH.is