Home Fréttir Í fréttum Vonast til þess að framkvæmdir hefjist í vor

Vonast til þess að framkvæmdir hefjist í vor

173
0
Hörður vonast til þess að undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun geti hafist með vorinu. Mynd: Mbl.is

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, von­ast til þess að fram­kvæmd­ir við Hvamms­virkj­un muni hefjast í vor. Á teikni­borðinu eru fjór­ar fram­kvæmd­ir sem áætlað er að gefi 1,5-2 TW af orku.

<>

„Við von­umst til að kom­ast af stað með fram­kvæmd­ir á Hvamms­virkj­un með vor­inu,“ seg­ir Hörður. Málið hef­ur verið til um­fjöll­un­ar hjá Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.

Huga verði strax að næstu verk­efn­um

Fram kom í málið Harðar að mark­miðið til árs­ins 2027 er upp­bygg­ing virkj­ana við Búr­fells­lund, Þeyst­ar­reyki, Hvamm auk stækk­un­ar Sigöldu. Hins veg­ar þurfi stefnu­mörk­un um framtíðina.

Taka verði ákvörðun sem allra fyrst um virkj­an­ir sem eiga að vera til­bún­ar árið 2035. Reynsl­an sýni að það taki 10-15 ár með und­ir­bún­ings­vinnu að koma virkj­un­um í gagnið. Þannig hafi vinna við Hvamms­virkj­un haf­ist fyr­ir 30 árum svo dæmi sé nefnt.

„Við ger­um ráð fyr­ir því að þurfa að fara strax í næstu verk­efni. Eft­ir­spurn­in er það mik­il. Við þurf­um að fara að fá það skýrt í ramm­a­áætl­un hvað taki við,“ seg­ir Hörður.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, á árs­fundi Lands­virkj­un­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hafa þurft að hafna fjölda verk­efna

Fram kom í máli Jónas­ar Þórs Guðmund­son­ar, stjórn­ar­for­manns Lands­virkj­un­ar, að Lands­virkj­un hafi þurft að hafna um­hverf­i­s­væn­um verk­efn­um vegna skorts á raf­orku und­an­far­in ár.

„Við höf­um verið í viðræðum við fjölda aðila. Oft­ar eru þetta er­lend­ir fjár­fest­ar. Þetta eru gagna­ver og mat­væla­fram­leiðsla svo dæmi sé nefnt. Ef raf­orkan verður til staðar verður þetta skoðað á viðskipta­leg­um for­send­um.

Það eru þrír meg­in flokk­ar í for­gangi. Að styðja við vöxt hag­kerf­is­ins og orku­skipti í sam­ræmi við loft­lags­mark­mið, styðja við græn­an iðnað á borð við mat­væla­fram­leiðslu og gagna­ver og að styðja við nú­ver­andi viðskipta­vini,“ seg­ir Hörður. Nefn­ir hann dæmi um nýja steypu­skála Rio Tinto og Norðuráls í þessu sam­hengi.

Heimild: Mbl.is