Home Fréttir Í fréttum Asbest fannst í Höfða

Asbest fannst í Höfða

123
0
Unnið er að því að fjarlægja asbestið með aðstoð sérfræðinga, að sögn Evu. Fréttablaðið/Anton Brink

Hið heilsuspillandi efni asbest hefur fundist í húsinu Höfða við Borgartún.

<>

„Við endurnýjun á eldhúsinu á Höfða kom í ljós að asbestplötur voru undir dúk og í veggjum. Unnið er að því að fjarlægja það með aðstoð sérfræðinga,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri á skrifstofu borgarstjóra.

„Asbest er ekki hættulegt nema það sé hreyft við því þannig að ekki er talin hætta á heilsutjóni,“ segir Eva. „Það er talið að þetta taki nokkrar vikur.“

Vegna þessa fara engir viðburðir nú fram í Höfða. Afhending Fjöruverðlaunanna sem jafnan fer fram í húsinu var því flutt annað í vikunni.

Heimild: Frettabladid.is