Home Fréttir Í fréttum Húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri bæði óhæft og myglað

Húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri bæði óhæft og myglað

134
0
Jón Helgi segir löngu tíma­bært að reist verði ný heilsu­gæslu­stöð á Akur­eyri. Fréttablaðið/Samsett mynd

Efla verk­fræði­stofa hefur fundið myglu í hús­næði heilsu­gæslunnar á Akur­eyri. Al­út­boð fór fram í gær, sama dag og myglan var stað­fest, fyrir verk­taka vegna byggingar 1.300 milljóna króna heilsu­gæslu­stöðvar á tjald­stæðis­reitnum við Þórunnar­stræti.

<>

Jón Helgi Björns­son, for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Norður­lands, segir um að ræða myglu á 6. hæðinni í Amaro og ef til vill víðar í húsinu.

„Já, ég held að það megi segja að mjög sterkur grunur sé um myglu þarna,“ segir hann.

Efla verk­fræði­stofa rann­sakaði á­stand Amaro-hússins eftir kvartanir starfs­fólks um ó­lykt og lé­leg vist­gæði. Jón Helgi segir niður­stöðuna ekki koma á ó­vart.

„Þetta er eld­gamalt hús og í raun búið að vera ó­hæft undir starf­semi heilsu­gæslunnar í 15 ár.“

Jón Helgi segir löngu tíma­bært að reist verði ný heilsu­gæslu­stöð á Akur­eyri, kynning á al­út­boði fór fram fyrir verk­taka í gær. Heilsu­gæslu á Akur­eyri verður tví­skipt í fram­tíðinni, hluti starf­seminnar fer fram í Sunnu­hlíð en hinn á Brekkunni.

„Það verður mikil bót þegar nýja stöðin kemst í gagnið,“ segir Jón Helgi.

„Ég held að Akur­eyri sé eina stóra sam­fé­lagið hér á landi þar sem aldrei hefur sér­stak­lega verið byggð heilsu­gæslu­stöð utan um svona starf­semi. Það var löngu tíma­bært,“ segir Jón Helgi og fagnar um­bótunum á sama tíma og myglan veldur tjóni.

Heimild: Frettabladid.is