Home Fréttir Í fréttum Selja nýkeyptar eignir

Selja nýkeyptar eignir

317
0
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Kaldalóns. Ljósmynd: Eyþór Árnason

Fasteignafélagið Kaldalón hefur auglýst til sölu fasteignir í Vestmannaeyjum sem félagið eignaðist í desember.

<>

Fasteignirnar voru hluti af greiðslu á kaupverði Skuggasteins ehf. á helmingshlut Kaldalóns í Steinsteypunni ehf í desember. Skuggasteinn ehf., að mestu í eigu Kristján Gunnars Ríkharðssonar.

Umræddar fasteignir í Vestamannaeyjum eru Vestmannabraut 22, Búhamri 2, 6, 8 og 10, Básaskersbryggju 2 og Kirkjuveg 20. Eignirnar eru alls um 2.350 fermetrar og brunabótamat þeirra samtals 954 milljónir króna. Eignirnar hafa verið nýttar í útleigu til ferðamanna en Kaldalón telur þær utan við kjarnastarfsemi sína.

Fasteignasafn Kaldalóns er alls um 42 milljarða virði en stærstur hluti eignanna er atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.

Heimild: Vb.is