K64, þróunaráætlun Kadeco um heildstæða sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll, nær til ársins 2050. Vistkerfi sem á að einkennast af samvinnu og samlífi iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.

Gert er ráð fyrir um 134 milljörðum króna til uppbyggingar á árunum 2023 til 2050.
Þróunaráætlunin er metnaðarfull og glæsileg í alla staði. Hún byggir á uppbyggingu á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll og stórskipahafnar í Helguvík-Bergvík.



Heimild: Mbl.is