Home Fréttir Í fréttum 13.04.2023 Orka náttúrunnar. Hverahlíðarlögn II

13.04.2023 Orka náttúrunnar. Hverahlíðarlögn II

290
0
Hverahlíðarlögn II. Mynd: Mannvit hf.

Verkið felur í sér framkvæmdir í tengslum við lögn nýrrar 1000 mm gufulagnar milli skiljustöðvar 4 við Hverahlíð og skiljustöðvar 2 í Hellisskarði. Í stuttu máli felast framkvæmdir vegna þessa í eftirfarandi:

<>

a. Hverahlíðarlögn II. Ný DN 1000 gufuaðveita, einnig kölluð Gufuaðveita 42, frá enda DN1000 lagnar  norðan við skiljur í skiljustöð 4 og að skiljustöð 2 í Hellisskarði, ásamt tengingum inn á núverandi gufuaðveitur við skiljustöð 4 og skiljustöð 2. Lengd lagnar er um 4,5 km.

b. Skiljustöð 4 í Hverahlíð. Uppsetning á nýrri gufuskilju í skiljustöð 4 og tenging hennar við gufukistu, skiljuvatnslögn og nýja gufuaðveitulögn.. Niðurrif á bráðabirgðatengingum og tengingum við eldri gufuskilju og tenging hennar við nýja gufuaðveitulögn. Smíði og uppsetning á skiljuskýli við nýja skilju

c. Safnæðastofn 37 í Hverahlíð . Nýr safnæðastofn (37) frá teig 36 (B3) og tenging við gufukistu í  skiljustöð  4 og umtenging á núverandi safnæðastofni 36. Lengd á nýjum stofni 37 er um 115 m.

d. Holutengingar í Hverahlíð: Tenging á einni nýrri vinnsluholu og umtenging á einni safnæð á teig 36 (B3) við nýjan safnæðastofn á teignum.

e. Skiljustöð 2 í Hellisskarði. Lenging núverandi skiljustöðvarhúss um 6 m (eitt rammabil) ásamt tilheyrandi húskerfum auk uppsetningu tveggja gufustjórnloka og tengingu þeirra við gufuaðveitu 14 utan við hús.

Verkið felur í sér alla nauðsynlega jarðvinnu, pípulagnavinnu, raflagnavinnu og byggingarvinnu. Verkkaupi leggur til megnið af efni til pípulagna, m.a. allar stállagnir DN250 og stærri.

Sjá frekar.