Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýr vegur við Hrafnagil

Nýr vegur við Hrafnagil

182
0
Hið nýja vegstæði við Hrafnagil Drónamynd Hörður Geirsson

Unnið er af krafti við nýjan veg, Eyjafjarðarbraut vestri sem liggur meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Hafist var handa í byrjun október á liðnu hausti, en verklok eru samkvæmt verksamningi 15. júlí 2024.

<>

Verktaki er GV-gröfur, sem átti lægsta tilboð í verkið, það hljóðaði upp á 374 milljónir króna.

Rúnar Jónsson hjá Vegagerðinni á Akureyri, norðaustursvæði segir að framkvæmdir við nýjan veg snúist fyrst og fremst um að koma umferð sem fer um Hrafnagili út úr þéttbýlinu.

„Þetta er fyrst og fremst öryggisatriði og til þess gert að draga úr slysahættu, segir hann. Íbúðabyggð er beggja vegna vegarins í gegnum Hrafnagil, þar eru lika leik- og grunnskóli.

Rúnar segir umferð á þessum slóðum um Eyjafjarðarbraut vestri vera umtalsverða, árdagsumferð, meðaltal yfir allt árið séu 1470 bílar á sólarhring en sumarumferð sé enn þyngri, þá fari að meðaltali 1770 bílar á sólarhring eftir veginum.

Vegurinn verður rúmir 3 km

Efni úr Eyjafjarðará er nýtt í vegagerðina, en efnistaka úr ánni er ekki heimil á tímabilinu frá 1. júlí til 1. október hvert ár. Rúnar segir að gefið hafi verið gott svigrúm til að ljúka verkinu.

„Það má ljúka verkinu fyrir áætlaðan verklokatíma í samningi,” segir hann, en vegurinn er í allt 3,1 kílómetra langur. Að norðan byrjar hann rétt utan við jólagarðinn og liggur með fram bökkum árinnar að gatnamótum við bæinn Botn.

Heimild: Vikubladid.is