Home Fréttir Í fréttum Sein­asti kafli tvö­föld­un­ar Reykja­nes­braut­ar boðinn út

Sein­asti kafli tvö­föld­un­ar Reykja­nes­braut­ar boðinn út

183
0
Mynd: Ruv.is

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og vinnu við aðliggjandi hliðarvegi. FÍB greinir frá þessu á vef sínum, en þetta er seinasti einbreiði kaflinn á Reykjanesbraut.

<>

Reisa þarf fimm brýr og leggja ein undirgöng úr stáli en kaflinn á Reykjanesbraut er 5,6 kílómetra langur. Mislæg gatnamót verða við Rauðamel auk þess sem mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð og bætt við tengingu í átt að iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði.

Útboð fyrir þennan hluta tvöföldunar Reykjanesbrautar eru auglýst á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, tilboð verða opnuð 5. apríl og gangi allt að óskum gætu framkvæmdir hafist í maí en ætlunin er að verkinu verði lokið í júní 2026.

Vegagerðin stendur að verkinu í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, Veitur, HS Veitur, Mílu, Orkufjarskipti, Ljósleiðarann og Carbfix.

Heimild: Ruv.is