Home Fréttir Í fréttum Stórt og mikið mál að gera við Melaskóla

Stórt og mikið mál að gera við Melaskóla

144
0
RÚV – Ragnar Visage

Miklar rakaskemmdir og mygla fundust við skoðun verkfræðistofunnar Eflu á byggingum Melaskóla í Reykjavík. Elstu byggingar skólans eru nærri 80 ára gamlar og að miklu leyti friðaðar.

<>

Ýmis rakatengd vandamál komu í ljós við skoðun verkfræðistofunnar Eflu á húsnæði Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Elstu byggingar skólans eru nærri 80 ára gamlar og er ástandið í takti við aldur og viðhaldssögu þeirra segir í skýrslu Eflu. Fimmtíu sýni voru tekin úr byggingarefnum og reyndust þrjátíu og fjögur þeirra mygluð. Efla leggur til þrjár hugsanlegar leiðir til viðgerða. Sú leið sem talin er best út frá byggingaeðlisfræðilegum forsendum er þó erfið því húsið er að miklu leyti friðað.

Jón Valgeir Björnsson hjá eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar segir það flækja málin talsvert að hluti þess sem nauðsynlegt er að gera við er friðað. Þar á meðal er ytra byrði elstu bygginganna og gólfefni innanhúss svo eitthvað sé nefnt. „Það flækir vissulega málin og þess vegna þurfum við að leggja þetta mjög vel niður, hvaða framkvæmdir á að fara í,“ segir hann.

Foreldrar eru nokkuð áhyggjufullir eftir að hafa fengið kynningu á niðurstöðum Eflingar fyrr í vikunni. „Við höfum eðlilega áhyggjur af því og vonumst bara til þess að Reykjavíkurborg fari bara í aðgerðir sem fyrst til að tryggja heilsu og öryggi nemenda,“ segir Bjarni Magnússon formaður foreldrafélags Melaskóla.

Heimild: Ruv.is