Home Fréttir Í fréttum Kynningarfundur fyrir byggingaraðila um alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri

Kynningarfundur fyrir byggingaraðila um alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri

94
0
Mynd: FSRE.is

FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar á Akureyri. Fundurinn fer fram á Hótel KEA, miðvikudaginn 8. mars kl. 13.30.

<>

FSRE leitar nú aðila til að hanna og byggja 1.706 fermetra heilsugæslu, auk 500 fermetra bílakjallara. Kynningarfundur um verkefnið fer fram á Hótel KEA, 8. mars kl. 13.30. Stendur fundurinn til 15.00.

Á fundinum mun Hildur Georgsdóttir aðallögfræðingur FSRE kynna alútboðsformið og Ólafur Daníelsson framkvæmdastjóri hjá FSRE kynna verkefnið. Að erindum þeirra loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Kaffiveitingar verða á boðstólum.

Áhugasamir bjóðendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Skráning á fundinn er á vef FSRE. Einnig verður boðið upp á mætingu á fundinn á Teams.

 

Skráning á fundinn.

Ríkiskaup fh. Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) og Heilbrigðisráðuneytis, auglýsti nýverið eftir umsóknum byggingaraðila (aðalverktaka) um þátttökurétt í lokuðu alútboði á fullnaðarhönnun og byggingu heilsugæslu suður á Akureyri.

Um að ræða forval, þar sem aðilar verða valdir með tilliti til hæfi og reynslu. Leitað er að aðilum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja heilsugæslu fyrir fasta fjárhæð samkvæmt alútboðsaðferð.

Áætluð húsrýmisþörf heilsugæslunnar er 1.706 m2 (BR). Áætlaður bílakjallari er 500 m2 (BR). Lóðarstærð undir heilsugæslu er 3.106 m2.

Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum og er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL).

Að loknu forvali mun verkkaupi velja allt að fimm þátttakendur úr hópi hæfra umsækjenda heimild:til þátttöku í lokuðu alútboði.

Heimild: FSRE.is