Home Fréttir Í fréttum Ný forhönnun Lækjartorgs kynnt

Ný forhönnun Lækjartorgs kynnt

264
0
Hér má sjá nýja hönnun Lækjartorgs. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

For­hönn­un á nýju út­liti Lækj­ar­torg var kynnt um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar í gær. Hönn­un­in var val­in fyr­ir um ári síðan eft­ir að efnt hafði verið til hönn­un­ar­sam­keppni. Hún þótti „djörf, hlý­leg og róm­an­tísk.“

<>

Hönnuðir nýja torgs­ins eru Karres en Brands og Sp(r)int Studi­os og kynntu þau hönn­un­ina fyr­ir um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í gær. Ekki er gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist á þessu ári.

Þegar hönn­un­in var kynnt fyr­ir ári síðan í kjöl­far hönn­un­ar­sam­keppn­ar Reykja­vík­ur­borg­ar og Fé­lags ís­lenskra lands­lags­arki­tekta (FÍLA) sagði talsmaður teym­is­ins að lögð hafi verið áhersla á að með nýrri hönn­un hald­ist virkni Lækj­ar­torgs sem staðsetn­ing úti­funda, viðburða og miðstöð sam­gangna.

Hönn­un­in að kvöld­lagi. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Dóm­nefnd keppn­inn­ar þótti hönn­un­in lyfta Lækj­ar­torgi upp og tengja sam­an Stjórn­ar­ráðið, Lækj­ar­torg og Banka­stræti. Þá feli sveigj­an­leiki, leik­gleði og vel út­færð rými torgs­ins í sér „ótal mögu­leika og tæki­færi fyr­ir marg­vís­lega viðburða á á öll­um árs­tím­um.“

„Ég hlakka mjög til að sjá þróun þess­ar­ar hug­mynd­ar þar sem unnið er með að um­hverfið sé líf­væn­legt, að það sé mann­legt og þarna geti fólki liðið vel en þarna geti fólk líka komið sam­an og sagt sína skoðun,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra við kynn­ing­una á sín­um tíma.

Heimild: Mbl.is