Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Hafnarfjarðarbær. Bygging á véla- og áhaldaskemmu hjá Keili samþykkt

Hafnarfjarðarbær. Bygging á véla- og áhaldaskemmu hjá Keili samþykkt

196
0
Mynd: Hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarbær og Golfklúbburinn Keilir hafa gert með sér samning um byggingu á frostfrírri 480 fermetra vélaskemmu að Steinholti 7 Hafnarfirði.

<>

Áætlað er að framkvæmdum muni ljúka á árinu 2023. Framkvæmdin er metin sem sem mikilvægt skref í eflingu golfíþróttarinnar og vegna umhirðu knattspyrnugrasvalla í bænum.

Hafnarfjarðarbær og Golfklúbburinn Keilir hafa gert með sér samning um byggingu á nýrri véla- og áhaldaskemmu á grundvelli samstarfssamninga Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

Samningurinn tekur til byggingar á frostfrírri 480 fermetra vélaskemmu að Steinholti 7 Hafnarfirði. Áætlað er að framkvæmdum muni ljúka á árinu 2023 og er undirbúningsvinna, hönnun og jarðvinna þegar hafin.

Framkvæmdirnar eru metnar sem mikilvægt skref í eflingu golfíþróttarinnar og vegna umhirðu knattspyrnugrasvalla í bænum.

Keilir sér um umhirðu valla hjá íþróttafélögum bæjarins
Aðstaða fyrir vélar og búnað hefur verið lítil hjá Keili og hefur félagið þurft að geyma vélar úti yfir veturinn og leigja aðstöðu annars staðar til að geyma tækin.

Á sama tíma hefur ekki verið aðstaða fyrir starfsfólk til að sinna viðgerðum og viðhaldi á tækjabúnaði félagsins.

Hafnarfjarðarbær er með samning við Keili um umhirðu grasvalla hjá íþróttafélögunum og því er það allra hagur að tryggt sé að vélarkostur félagsins sé varinn og viðhaldið eins og best verður á kosið þannig að hægt sé að sinna bæði grasfótboltavöllunum og golfvellinum á besta hátt.

Fyrirliggjandi kostnaðaráætlun hljóðar upp á 88 milljónir
Hafnarfjarðarbær fellst á að umræddar framkvæmdir verði í samræmi við samstarfssamninga bæjarins og Íþróttabandalagsins og greiðir um 80% af áætluðum framkvæmdakostnaði en Golfklúbburinn Keilir greiðir um 20%.

Sveitarfélagið hefur fallist á fyrirliggjandi kostnaðaráætlun upp á 88 milljónir króna, hlutur Hafnarfjarðarbæjar verður þannig um 70,4 milljónir kr. og hlutur Golfklúbbsins Keilis um 17,6 milljónir kr.

Golfklúbburinn Keilir mun sjá um allar framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun. Öll mannvirki sem munu verða á svæði Golfklúbbsins Keili eru óframseljanleg nema til komi samþykkt bæjarráðs Hafnarfjarðar og skal þá andvirðið renna til rétthafa, Hafnarfjarðarbæjar og Golfklúbbsins Keilis, í réttu hlutfalli við eign þeirra í mannvirkjum.

Samningur var samþykktur á fundi bæjarráðs 09.02.2023 

Heimild: Hafnarfjordur.is