Home Fréttir Í fréttum 07.03.2023 Kópavogsbær “Gatnagerð við Dalveg 30 Kópavogi”

07.03.2023 Kópavogsbær “Gatnagerð við Dalveg 30 Kópavogi”

412
0
Mynd: Google Street View

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi heildarverk: “Gatnagerð við Dalveg 30 Kópavogi”.

<>

Lýsing á útboði:

  • Gatnagerð: gerð T-gatnamóta þar sem gera á nýja beygjurein í aðdraganda gatnamótanna ásamt miðeyjum í götu. Auk allrar jarðvinnu og yfirborðsfrágangs er innifalið í verkinu gerð jarðvegsmanar á um 140 m löngum kafla meðfram götunni.
  • Stígur: stígagerð þar sem stígur meðfram Dalvegi verður endurgerður í nýrri legu á um 260 m kafla.
  • Hljóðgirðingar: gerð hljóðgirðinga úr timbri. Samtals lengd girðinga er um 90 m.
  • Götulýsing: grafa þarf fyrir strengjum og setja upp lýsingu gatna og stíga samkvæmt teikningum og verklýsingu.
  • Fjarskiptalagnir: færsla á núverandi ljósleiðarastreng samkvæmt teikningum og verklýsingu.

Bjóðendur skili inn tilboði rafrænt inn í TendSign útboðskerfið fyrir kl.11:00 þriðjudaginn 7. mars 2023.

Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti í TendSign útboðskerfinu og verður opnunarskýrsla send öllum bjóðendum eftir opnun.

Skoða nánar.