Home Fréttir Í fréttum Búið að rýma meirihluta hæða

Búið að rýma meirihluta hæða

163
0
Landsvirkjun. mbl.is/Jón Pétur

Búið er að rýma meiri­hluta hæða í hús­næði Lands­virkj­unn­ar við Háa­leit­is­braut vegna myglu sem fannst í hús­næðinu. Rýma þurfti sjö­undu hæð í janú­ar en nú hafa fjór­ar hæðir bæst í hóp­inn.

<>

Þriðja, fjórða, fimmta, sjötta og sjö­unda hæð standa nú tóm­ar. Meiri­hluti starfs­manna í bygg­ing­unni hef­ur þurft að færa sig í aðra aðstöðu.

„Við erum ennþá í hluta af húsæðinu,“ seg­ir Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­virkj­un­ar. „Við erum enn í kjall­ara, jarðhæð, ann­ari hæð og átt­undu. Við erum með fjór­ar hæðir en rýmd­um fimm.“

Aðeins fjór­ar hæðir eru í notk­un hjá Lands­virkj­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Hluti far­inn í Grósku og á Hafn­ar­torg
Rýma þurfti sjö­undu hæð svip­stund­is þegar mygla fannst þar og starfs­fólk hef­ur ým­ist þurft að færa sig í aðra aðstöðu. Nú er búið að færa hluta starfs­manna­hóps­ins í skrif­stofu­rými í Grósku og á Hafn­ar­torgi. „Svo er kannski hálft hundrað ennþá þarna á Háalteit­is­braut­inni.“

Ekki er víst hvort rýma þurfi hinar hæðirn­ar á næstu dög­um. „Við hugs­um um heilsu­far starfs­manna fyrst og fremst og tök­um svo stöðuna eft­ir það.“

Heimild: Mbl.is