Home Fréttir Í fréttum Undir­sláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast

Undir­sláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast

230
0
Undirsláttur brúarinnar er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta í Stóru Laxá. Mynd: Visir.is

Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni.

<>

Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, greinir frá þessu í Facebook-færslu í hóp íbúa sveitarfélagsins. Búið er að loka veginum og búist er við því að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring.

Fyrir tæpum mánuði var vegurinn rofinn vegna asahláku sem þá var fram undan. Honum var þá haldið lokuðum í nokkra daga.

„Við erum að rjúfa veginn til að verja mannvirkið og hleypa fram hjá mannvirkinu því það þolir þetta ekki ef það skellur á nýju brú, sem er verið að smíða hér.

Við vitum ekki hvað flóðið verður stórt í nótt en það gætu orðið 70 til 100 rúmmetrar á sekúndu,“ sagði Jóhann Þ. Jóhannsson, verkstjóri hjá Ístaki við Stóru-Laxá, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í janúar.

Áin endaði á því að rjúfa stíflu í Laxárdal og virðist sú ákvörðun um að hafa lokað veginum þá hafa bjargað brúnni.

Heimild: Visir.is