Home Fréttir Í fréttum Rakaskemmdir í Menntaskólanum við Sund

Rakaskemmdir í Menntaskólanum við Sund

102
0
Stærstur hluti húsnæðis MS verður áfram opinn. STJÓRNARRÁÐIÐ

Hluti húsnæðis Menntaskólans við Sund hefur orðið fyrir rakaskemmdum og þarf að loka tveimur svæðum í húsnæðinu. Skemmdirnar fundust við rakaskimun og sýnatöku verkfræðistofunnar EFLU vegna hugsanlegrar myglu.

<>

Samkvæmt tilkynningu fundust skemmdirnar á þriðju og fyrstu hæð skólans. Þessum svæðum þarf að loka til langs tíma á meðan viðgerðir fara fram. Unnið verður að viðgerðum svo þær hafi sem minnst áhrif á skólastarf.

„Það er mat Menntaskólans við Sund og mennta- og barnamálaráðuneytisins að viðgerðir á húsnæði MS þoli ekki bið til að skólastarf geti haldið áfram í ljósi niðurstaðna úttektarinnar.

Lykilatriði er að komið sé í veg fyrir skaðleg áhrif rakaskemmdanna á nemendur og starfsfólk og munu fyrirhugaðar aðgerðir samkvæmt ráðgjöf EFLU og FSRE stuðla að því.

Samhliða endurnýjun á rakaskemmdu byggingarefni verður farið yfir ytra byrði bygginganna til að fyrirbyggja leka og undirbúa frekari aðgerðir,“ segir í tilkynningunni.

Rakaskemmt efni verður fjarlægt og endurnýjað með sértækum viðgerðum á meðan nemendur verða í vetrarfríi í þarnæstu viku.

Heimild: Visir.is