Home Fréttir Í fréttum Nálgast eitt þúsund íbúðir

Nálgast eitt þúsund íbúðir

100
0
Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs íbúðafé­lags, seg­ir áformað að af­henda eittþúsund­ustu íbúðina í sum­ar. Það muni í lok mánaðar hafa af­hent yfir 900 íbúðir um land allt.

<>

Bjarg hef­ur þar með byggt íbúðir fyr­ir rúma 50 millj­arða, ef miðað er við hóf­leg­an bygg­ing­ar­kostnað og af­slátt af lóðaverði. Fé­lagið er þar með orðið eitt stærsta leigu­fé­lag lands­ins en um þúsund íbúðir til viðbót­ar eru á teikni­borðinu.

Upp­bygg­ing­in er fjár­mögnuð með stofn­fram­lagi frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um og lán­töku hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un. Björn seg­ir að þegar lánið sé upp­greitt muni fé­lagið end­ur­greiða stofn­fram­lagið og svo hafa var­an­leg­ar tekj­ur af viðkom­andi eign. Þær tekj­ur verði nýtt­ar til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar.

Horfa til reynslu Dana

Með því muni Bjarg í tím­ans rás eign­ast eigna­safn upp á hundruð millj­arða króna. Horf­ir Björn þar ekki síst til reynslu Dana en yfir hundrað ára reynsla sé kom­in af slík­um fé­lög­um í Dan­mörku.

Biðlist­inn leng­ist

Á þriðja þúsund manns býr nú í íbúðum Bjargs en þeim fjölg­ar um nokk­ur hundruð á ári. „Við und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins var metið að leigu­fé­lagið þyrfti að vera með að lág­marki þúsund íbúðir til að ná fram hag­kvæmni í rekstri. Þörf­in er mik­il en nú eru um 2.700 manns á biðlista sem leng­ist stöðugt,“ seg­ir Björn.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is