Home Fréttir Í fréttum Byggir yfir þúsund íbúðir á þéttingarreitum

Byggir yfir þúsund íbúðir á þéttingarreitum

218
0
Örn Kjartansson hefur komið víða við á viðskiptaferli sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örn Kjart­ans­son stend­ur í stór­ræðum þessa dag­ana. Hann er ásamt fé­lög­um sín­um að byggja um 280 íbúðir á Eski­ási í Garðabæ og fram und­an er upp­bygg­ing um 440 íbúða á Heklureitn­um í Reykja­vík.

<>

Ekki nóg með það, því síðan hyggj­ast Örn og fé­lag­ar byggja allt 450 íbúðir á Ártúns­höfða í Reykja­vík.

Munu kosta frá 60 millj­ón­um

Síðustu vik­ur hef­ur staðið yfir niðurrif á horni Lauga­veg­ar og Nóa­túns en þar rísa fyrstu hús­in á Heklureitn­um. Örn áætl­ar að verð íbúða verði frá 60 millj­ón­um og bend­ir á að „marg­ir þætt­ir bygg­ing­ar­vísi­töl­unn­ar hafi hækkað miklu meira en bygg­ing­ar­vísi­tal­an hef­ur end­ur­speglað“.

Örn hef­ur langa reynslu af upp­bygg­ingu versl­un­ar­rýma. Hann skipu­lagði versl­an­ir fyr­ir Hag­kaup og leiddi ásamt öðrum stækk­un Kringl­unn­ar á sín­um tíma.

Hann kveðst aðspurður ekki eiga von á því að þriðja versl­un­ar­miðstöðin verði byggð á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá tel­ur hann borg­ina hafa „farið offari í því að skylda verk­taka til að byggja versl­un­ar­rými við jarðhæðir fjöl­býl­is­húsa“ á þétt­ing­ar­reit­um til að skapa lif­andi borg­ar­göt­ur.

Jafn­framt að mis­tök hafi verið gerð við hönn­un Hafn­ar­torgs með því að láta Geirs­götu ekki liggja um stokk.

Heimild: Mbl.is