Öflugasta hraðhleðslufyrirtæki í Bretlandi í samvinnu við HS Orku setur upp tuttugu hraðhleðslustöðvar á Aðaltorgi og 200 á landinu.
Stærsti hraðhleðslugarður á Íslandi með tuttugu hraðhleðslustöðvum verður settur upp á Aðaltorgi í Reykjanesbæ og opnar í vor í byrjun apríl.
InstaVolt, öflugasta hraðhleðslufyrirtæki Bretlands stefnir að því, í samstarfi við HS Orku, að setja upp um tvöhundruð hleðslustöðvar á Íslandi á næstu þremur árum. Fyrstu stöðvarnar verða settar upp og gangsettar á Aðaltorgi.
„Þetta boðra byltingu og breytta hugsun í hvernig við nálgumst þetta verkefni, að byggja upp innviði vegna orkuskipta á Íslandi þar sem að upphafleg fjárfesting er hugsuð til margra ára og fyrirsjáanlegrar aukningar en ekki bara núverandi þörf.
Að setja niður fyrstu stöðvarnar á Aðaltorgi var eðlilegt skref þar sem HS Orka er innlendur samstarfsaðili InstaVolt.
Sú vinna sem Aðaltorg hafið unnið áður einfaldaði ferlið mjög en það er almennt frekar flókið. Velvilji frá Reykjanesbæ og HS Veitum skipti höfuðmáli í að koma þessu verkefni af stað.
Búið er að skrifa undir alla samninga, við Aðaltorg, HS Veitur, jarðverktaka og rafverktaka. Verkið er hafið og verður unnið hratt,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku.
Heimild: Vf.is