Home Fréttir Í fréttum Tillögur að breytingum á byggingarreglugerð til kynningar

Tillögur að breytingum á byggingarreglugerð til kynningar

120
0

 

<>

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á byggingarreglugerð. Markmið breytinganna er að lækka byggingarkostnað vegna íbúða og er það í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar um aðgerðir á sviði húsnæðismála, í tengslum við gerð kjarasamninga síðastliðið vor.

Helstu tillögur að breytingum felast í að fjölgað verði framkvæmdum sem undanþegnar eru byggingarleyfi auk þess sem nákvæmar stærðarkröfur íbúða verði felldar niður, sveigjanleiki aukinn og ákvæði reglugerðar einfölduð. Þá verði stærðarkröfum vegna snúningshrings hjólastóla breytt, sveigjanleiki aukinn varðandi bílastæði fyrir fatlaða auk þess sem kröfur varðandi stiga og handrið verði einfaldaðar. Gerð er tillaga um að rýmka kröfur um lofthæð og birtuskilyrði, dregið verði úr kröfum um svalir og bætt verði við nýju búsetuformi þar sem minni kröfur verði gerðar um aðgengi. Loks verði ákvæði um sorpgeymslur og sorpflokkun einfölduð og breytingar gerðar á kröfum um loftræsingu.

Umsögnum skal skilað fyrir 10. febrúar nk. í tölvupósti á netfangið postur@uar.is með efnislínunni: Breytingar á byggingarreglugerð. Einnig má senda umsagnir í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Tillögur að breytingum á byggingarreglugerð til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis (pdf-skjal)