Home Fréttir Í fréttum Garðar rísi norðan og sunnan Seyðis­fjarðar

Garðar rísi norðan og sunnan Seyðis­fjarðar

140
0
Aurskriðurnar hrifu með sér hús og ollu miklum skaða. Fréttablaðið/Anton Brink

Búið er að kynna frumhönnun að nýjum varnargörðum sunnan við Seyðisfjörð. Þar féllu miklar aurskriður á hús í desembermánuði árið 2020. Einnig er stefnt að frekari uppbyggingu varnargarða norðan við bæinn.

<>

Búið er að kynna frumhönnun að nýjum varnargörðum sunnan við Seyðisfjörð. Þar féllu miklar aurskriður á hús í desembermánuði árið 2020. Einnig er stefnt að frekari uppbyggingu varnargarða norðan við bæinn.

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, segist búa við nýrri skýrslu á næstu dögum eða vikum. Þá taki umhverfismat við og verkhönnun. Garðarnir sjálfir gætu svo risið eftir um það bil fjögur ár en þeir eru hugsaðir bæði sem vörn gegn snjóflóðum og aurskriðum.

Í fjallinu Bjólfi hefur Múlaþing ákveðið að bæta við framkvæmdir sem þegar eru hafnar, það er fyrir ofan atvinnusvæðið. Var það gert eftir athugasemdir fyrirtækjaeigenda á svæðinu vegna aukinnar hættu sem sást í frumhönnuninni. En eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll úr fjallinu árið 1882 þegar 24 manns fórust.

„Þetta er allt unnið í samstarfi við Ofanflóðasjóð,“ segir Hugrún og segist bjartsýn á að þessi viðbót fáist samþykkt. Segist hún vonast eftir að þetta gerist fljótt og geti risið strax í sumar. Ólíkt görðunum sunnan megin eru þessir garðar aðeins hannaðir fyrir snjóflóð.

Eitt sem þarf þó að huga að á þessu svæði, norðan við bæinn, séu fornminjar sem kynnu að finnast í jörðu. „Við þurfum að kanna fornleifar á þessum stað,“ segir Hugrún.

Heimild: Frettabladid.is