Home Fréttir Í fréttum Úthluta lóð undir vetnisverksmiðju

Úthluta lóð undir vetnisverksmiðju

227
0
Grundartangi. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Stjórn Faxa­flóa­hafna hef­ur veitt Gunn­ari Tryggva­syni hafn­ar­stjóra heim­ild til að und­ir­rita samn­ing um út­hlut­un lóðanna við Kata­nes­veg 30 og 32 á Grund­ar­tanga til fé­lags­ins Qair Ice­land ehf.

<>

Um­rædd­ar lóðir eru hluti 300.000 fer­metra lóðar sem út­hlutað var til banda­ríska fyr­ir­tæk­is­ins Silicor Mater­ials árið 2015, sem ætlaði að reisa þar sól­arkís­il­verk­smiðju.

Ekk­ert varð úr þess­um áform­um þegar á reyndi, m.a. vegna þess að erfitt reynd­ist að fjár­magna verk­efnið.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is