Home Fréttir Í fréttum Lekinn í Fossvogsskóla kom ekki frá þakinu

Lekinn í Fossvogsskóla kom ekki frá þakinu

227
0
Vatnsleki í Fossvogsskóla 20. janúar 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lek­inn á föstu­dag kom ekki frá þak­inu held­ur frá stóru renn­un­um sem eru áfast­ar þakkanti. Loft­gæði eru mæld og vöktuð all­an sól­ar­hring­inn í Vest­ur­landi og er þurrk­un enn í gangi en tryggt verður að bygg­ing­ar­efni nái eðli­legu raka­stigi áður en farið verður í lokafrá­gang.

<>

Þetta kem­ur fram í bréfi frá Ámunda Brynj­ólfs­syni, skrif­stofu­stjóra fram­kvæmda og viðhalds hjá Reykja­vík­ur­borg til for­eldra, barna og starfs­manna Foss­vogs­skóla.

Í bréf­inu kem­ur jafn­framt fram að um upp­haf­lega hönn­un á þakrenn­un­um hafi verið að ræða sem áttu að setja svip sinn á bygg­ing­arn­ar en í gegn­um tíðina hef­ur verið bætt við yfir- og niður­föll­um og hitaþráðum sem ekki var búið að bæta við þegar renn­urn­ar voru end­ur­nýjaðar ný­lega. Við verklok verður fram­kvæmd loka­út­tekt þar sem farið er yfir alla þætti fram­kvæmd­ar.

Ekki fjár­hags­legt tjón fyr­ir Reykja­vík­ur­borg

Af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar var engu til sparað í þessu hvað varðar gæði hönn­un­ar, fram­kvæmd­ar eða bygg­ing­ar­efna. Trygg­ing­ar eru til staðar og ger­ir Reykja­vík­ur­borg ekki ráð fyr­ir að verða fyr­ir fjár­hags­legu tjóni vegna máls­ins.

Teymi ráðgjafa og eft­ir­litsaðila til að standa að fram­kvæmd­um við Foss­vogs­skóla axl­ar ábyrgð á því að önn­ur út­færsla og fram­kvæmd þakkants­ins hefði komið í veg fyr­ir leka við þess­ar sér­stöku veðuraðstæður.

Bréfið er svohljóðandi:

Það voru okk­ur öll­um mik­il von­brigði þegar leys­inga­vatn tók að rigna inn í fjór­ar stof­ur á vest­ur­hliðinni í Vest­ur­landi í vatns­veðrinu sem gekk yfir Reykja­vík fyr­ir helgi. Fum­laus viðbrögð starfs­fólks og verk­taka á föstu­dag­inn og yfir helg­ina drógu hins veg­ar úr tjóni sem telst sem bet­ur fer óveru­legt. Reykja­vík­ur­borg hef­ur nú farið ít­ar­lega yfir málið með hönnuðum og eft­ir­litsaðilum og við telj­um mik­il­vægt að deila með ykk­ur því sem við vit­um um hvað gerðist og til hvaða aðgerða verður gripið í fram­hald­inu.

Lek­inn á föstu­dag kom ekki frá þak­inu held­ur frá stóru renn­un­um sem eru áfast­ar þakkanti. Þetta er upp­haf­leg hönn­un á renn­um sem setja svip sinn á bygg­ing­arn­ar en í gegn­um tíðina hef­ur verið bætt við yfir- og niður­föll­um og hitaþráðum. Ekki var búið að bæta við þess­um þátt­um þegar renn­urn­ar voru end­ur­nýjaðar ný­lega. Við verklok verður fram­kvæmd loka­út­tekt þar sem farið er yfir alla þætti fram­kvæmd­ar.

Teymi ráðgjafa og eft­ir­litsaðila til að standa að fram­kvæmd­um við Foss­vogs­skóla axl­ar ábyrgð á því að önn­ur út­færsla og fram­kvæmd þakkants­ins hefði komið í veg fyr­ir leka við þess­ar sér­stöku veðuraðstæður. Unnið verður að úr­bót­um í sam­vinnu allra aðila til að koma í veg fyr­ir að tjón af þessu tagi komi fyr­ir aft­ur. Unnið verður að úr­bót­um í sam­vinnu allra aðila til að koma í veg fyr­ir að tjón af þessu tagi komi fyr­ir aft­ur.

Þegar ákvörðun var tek­in að ráðast í heild­ræna end­ur­nýj­un á hús­næði Foss­vogs­skóla var haft að leiðarljósi að vanda sér­lega vel til verka á öll­um stig­um hönn­un­ar og fram­kvæmda. Í öllu ferl­inu hef­ur verið reynt af fremsta megni að tryggja gæði fram­kvæmda en jafn­framt að mæta metnaðarfull­um tíma­áætl­un­um um að flytja skóla­starfið allt aft­ur í Foss­vogs­dal­inn síðasta haust. Af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar er engu til sparað í þessu hvað varðar gæði hönn­un­ar, fram­kvæmd­ar eða bygg­ing­ar­efna. Verk­fræðistof­an Efla hef­ur haft eft­ir­lit með hönn­un og fram­kvæmd og unnið var með Teikni­stofu Gunn­ars Hans­son­ar ásamt Horn­stein­um arki­tekt­um. Stýri­verktaki er E. Sig­urðsson ehf.

Loft­gæði eru mæld og vöktuð all­an sól­ar­hring­inn í Vest­ur­landi. Verk­fræðistof­an Efla sér um þær mæl­ing­ar og vökt­un. Það var lán í óláni að lek­inn varð þegar starfs­fólk var á staðnum til að bregðast snar­lega við þó að sjálfs­sögðu hafi raskið á skóla­starfi verið mjög baga­legt. Sam­dæg­urs var fjar­lægt allt bygg­ing­ar­efni sem hafði blotnað og þurrk­un kom­in í gang síðdeg­is. Þurrk­un er enn í gangi og tryggt verður að bygg­ing­ar­efni nái eðli­legu raka­stigi áður en farið verður í lokafrá­gang á því svæði þar sem lek­inn varð. Áfram verður svo haldið að vakta svæðið og loft­gæði eins og verið hef­ur frá því skól­inn flutti til baka í Foss­vog­inn síðastliðið haust. Trygg­ing­ar eru til stað og Reykja­vík­ur­borg ger­ir ekki ráð fyr­ir að verða fyr­ir fjár­hags­legu tjóni vegna máls­ins.

Það er okk­ur mikið kapps­mál að end­ur­bygg­ing­in á Foss­vogs­skóla verði far­sæl og að börn­um og starfs­fólki verði búið heil­næmt um­hverfi fyr­ir vinnu og nám. Við erum þakk­lát fyr­ir gott sam­starf og sam­tal við for­eldra­sam­fé­lagið og starfs­fólk skóla á fram­kvæmda­tím­um.

Heimild:Mbl.is