Home Fréttir Í fréttum Göngu- og hjólabrú yfir Glerá í burðarliðum

Göngu- og hjólabrú yfir Glerá í burðarliðum

289
0

Frumdrög að göngu- og hjólabrú yfir Glerá, frá Skarðshlíð að Glerártorgi hafa verið lögð fram. Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að þróa áfram hönnun og skoða jafnframt að setja upp gönguleið undir Glerárbrú að norðanverðu.

<>

Jónas Valdimarsson hjá Akureyrarbæ segir að frumtillögur að brú hafi verið gerðar til að unnt sé betur að átta sig á verkefninu, umfangi þess og kostnaði.

„Endanleg brú mun væntanlega breytast í ferlinu, bæði lengd og breidd en einnig staðsetning og útlit,“ segir hann en næstu skref í málinu er að hanna brú og bjóða verkið út.

„Ætlunin er að það gerist á þessu ári en framkvæmdir við verkefnið verði árið 2024,“ segir Jónas og bætir við að þetta verkefni hangi saman við stofnstígaskipulag Akureyri sem samþykkt var fyrir um tveimur árum.

Nú er stígaskipulagið haft til hliðsjónar við allar endurgerðir og nýframkvæmdir. Dæmi eru nýir stígar t.d. við Krókeyri/Skautahöll, Sjafnargötu, Tryggvabraut ogHlíðarbraut. Í hönnun er einnig stígur norðan við Leiruveg sem boðinn verður út á árinu með fyrirhuguðum verklokum sumarið eða haustið 2024.

Heimild: Vikubladid.is