Home Fréttir Í fréttum Nor­dic Office of Architecture færir út kvíarnar í Dan­mörku

Nor­dic Office of Architecture færir út kvíarnar í Dan­mörku

153
0
Aftari röð frá vinstri: Lars Bo Lindblad (markaðsstjóri), Lars Bech Jensen (deildarstjóri, Herlev), Mads Dyssel Engel (framkvæmdastjóri, Kaupmannahöfn), Hallgrímur Þór Sigurðsson (Framkvæmdastjóri Nordic Ísland) Fremri röð frá vinstri: Lars Hetland (deildarstjóri), Sofie Peschardt (hönnunarstjóri, Danmörk), Thomas Bolding Rasmussen (Forstjóri, Norconsult Danmörk), Jess Sørensen (Forstjóri, Nordic Danmörk), Rasmus Sørensen (deildarstjóri, Árósar) Aðsend mynd

Arki­tekta­stofan Nor­dic Office of Architecture, með höfuð­stöðvar í Noregi og rót­gróna starf­semi á Ís­landi hefur sam­einast tveimur dönskum ari­tekta­stofum og með því myndað eitt stærsta arki­tekta­sam­fé­lag á Norður­löndum.

<>

Marg­verð­launuðu arki­tekta­stofurnar Ru­bow Arki­tekter og Norconsult Arki­tektur sam­einuðust Nor­dic Office og eftir sam­eininguna munu starfa þar um 500 manns í Noregi, Dan­mörku og á Ís­landi.

Stofan mun verða leiðandi í hús­næðis-, heil­brigðis-, flug­valla- og mennta­verk­efnum á Norður­löndum. Nor­dic í Dan­mörku mun einnig bæta við sig 200 arki­tektum sem koma til með að efla heildar­þekkingu stofunnar á sviði skipu­lags, sjálf­bærni og fjölda annarra sér­greina.

„Sam­starfið þvert á fræði­greinar og landa­mæri hefur verið mikil­vægur þáttur í vel­gengni Nor­dic á danska markaðnum. Við höfum byggt upp ein­staka sér­fræði­þekkingu á sviðum eins og flug­valla- og heilsu­gæslu­byggingum og nú höfum við tæki­færi til að starfa á nokkrum markaðs­svæðum“, segir Sofi­e Peschardt, sem hingað til hefur leitt Nor­dic í Dan­mörku.

Sofi­e hefur átt sam­starf við skrif­stofurnar í Osló og Reykja­vík í nokkur ár og leggur á­herslu á gildi þess að geta boðið sér­fræði­þekkingu í hinum mis­munandi verk­efnum.

Stækkun Keflavíkurflugvallar verður hönnuð af Nordic Office of Architecture á Íslandi, Noregi & Danmörku. Aðsend mynd

„Við höfum unnið fram­úr­skarandi verk­efni og búið til sjálf­bæran og marg­verð­launaðan arki­tektúr í meira en 50 ár sem Nor­dic Office of Architecture, Ru­bow Arki­tekter og Norconsult Arki­tektur.

Við erum nú að sam­eina reynslu okkar, þekkingu og menningu til að skapa enn betri arki­tektúr fyrir fólk, um­hverfið og sam­fé­lagið, á staðnum og á al­þjóða­vett­vangi – Þessi fjár­festing mun styrkja stöðu Nor­dic á danska markaðnum, auðga verk­efna­safn okkar og efla sér­fræði­þekkingu þvert á fræði­greinar og landa­mæri.

Við hlökkum til að hefja sam­starfið við nýja danska kollega okkar“, segir Hall­grímur Þór Sigurðs­son, frá­farandi fram­kvæmda­stjóri Nor­dic á Ís­landi. Hall­dóra Vífils­dóttir mun taka við starfi fram­kvæmda­stjóra 1. febrúar.

Heimild: Frettabladid.is