Faktorshúsið var reist 1848, um svipað leyti og Langabúð, verslunar- og pakkhúsið sem endurgert var fyrir nokkrum árum og stendur þar skammt frá.
Saman mynda þessi hús merkilega og fallega heild vel varðveittra timburhúsa við höfnina á Djúpavogi. Endurbygging hússins er langt komin að utan og er stefnt að því að frágangi og vinnu við lóð ljúki í vor.
Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að uppbygging og starfsemi hefjist í húsinu sem fyrst.
Í fyrsta áfanga verður lögð áhersla á að fullklára innréttingar á þjónustu og/eða skrifstofurými á jarðhæð með það fyrir augum að virk dagleg starfsemi verði í húsinu.
Leitað er eftir samstarfsaðilum með fjárhagslegt bolmagn og metnað til að standa að uppbyggingunni í samvinnu við sveitarfélagið.
Frekari upplýsingar veitir Gauti Jóhannesson, fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi í síma 4 700 700 eða netfanginu gauti.johannesson@mulathing.is.
Heimild: Mulathing.is.